Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   þri 27. desember 2022 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samningi Blind við Ajax rift (Staðfest)
Fagnað í Katar.
Fagnað í Katar.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Daley Blind er í dag án félags, frá þessu greinir Ajax á samfélagsmiðlum sínum í dag. Blind var leikmaður félagsins en var í dag þakkað fyrir sín góðu störf sem leikmaður félagsins. Samningurinn átti að renna út næsta sumar.

Blind varð sjö sinnum hollenskur meistari, tvisvar sinnum bikarmeistari, einu sinni leikmaður ársins hjá félaginu og einu sinni leikmaður ársins í deildinni. Leikirnir voru alls 333 og mörkin þrettán. Hann hafði sent inn félagaskiptabeiðni áður en hann fór á HM, ætlaði sér ekki að eyða síðustu árum ferilsins á varamannabekknujm.

„Eftir samtöl síðustu daga höfum við náð samkomulagi við Daley um að rifta samningnum. Égvona að hann geti fundið annað félag til að enda farsæla feril sinn hjá. Við höfum í samstarfi við Daley ákveðið leik á ArenA þar sem hann getur kvatt almennilega og sagt bless við stuðningsmenn," segir Edwin van der Sar, yfirmaður fótboltamála hjá Ajax.

Blind er 32 ára gamall Hollendingur sem er sonur Danny Blind, fyrrum þjálfara hollenska landsliðsins, landsliðsmanns og leikmanns Ajax. Daley hefur á sínum ferli leyst stöðu miðvarðar, bakvarðar og djúps miðjumanns.

Hann er uppalinn hjá Ajax en hefur einnig leikið með Groningen og var þá hjá Manchester United á árunum 2014-2018. Þar vann hann enska bikarinn, deildabikarinn, samfélagsskjöldinn og Evrópudeildina.

Hann á að baki 99 landsleiki fyrir Holland og hefur í þeim skorað þrjú mörk. Hann byrjaði alla fimm leiki Hollands á HM í Katar. Þriðja landsliðsmarkið kom gegn Bandaríkjunum í 16-liða úrslitunum þegar hann kom Hollandi í 2-0. Hér að neðan má sjá þráð sem Ajax gerði um tíma Blind hjá félaginu.

Fabrizio Romano greinir frá því að Royal Antwerp í Belgíu hafi áhuga á því að fá Blind í sínar raðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner