Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 28. janúar 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristófer Leví í Gróttu (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Grótta Knattspyrna
Kristófer Leví Sigtryggson er genginn til liðs við Gróttu frá Fylki. Hann lék með Völsungi á láni í sumar en hann spilaði alla leiki Húsavíkurliðsins í 2. deildinni í sumar en liðið endaði í 3. sæti

Kristófer sem er fæddur árið 2000 steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Fylki þegar hann spilaði tvo leiki í Pepsi Max deildinni árið 2019.

„Kristófer er að jafna sig eftir meiðsli og mun Grótta styðja við bakið á honum í bataferlinu og hlakkar til að fylgjast með honum þróast næstu árin innan félagsins." Segir í tilkynningu félagsins.

Grótta leikur í næst efstu deild næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner