Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 28. janúar 2022 01:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM: Alisson rekinn tvisvar af velli - Brasilía ósigrað
Mynd: EPA
Það er leikið í undankeppni HM í Suður Ameríku í kvöld. Brasilía og Ekvador skyldu jöfn í ótrúlegum fótboltaleik.

Brasilía var marki yfir í hálfleik en Casemiro skoraði markið eftir 5 mínútna leik. Alexander Dominguez fékk að líta rauða spjaldið í liði Ekvador eftir fimmtán mínúnta leik.

Ekvador voru ekki lengi manni færri því fimm mínútum síðar fékk Emerson Royal sitt annað gula spjald en hann fékk það fyrra strax í upphafi leiks.

Dómari leiksins gaf síðan Alisson rautt spjald eftir 25 mínútna leik en eftir skoðun í VAR var spjaldinu breytt í gult.

Brasilía var marki yfir í hálfleik en eftir klukkutíma leik dæmdi dómarinn vítaspyrnu fyrir Ekvador en eftir skoðun í VAR snéri hann dómnum við og ekkert dæmt. Ekvador náði að jafna metin á 75. mínútu.

Þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma kom sending fyrir mark Brasilíu og Alisson kýldi boltann í burtu en kýldi sóknarmanninn í leiðinni. Dómarinn taldi þetta verðskulda spjald. Þá var Alisson búinn að fá tvö rauð spjöld í leiknum.

En enn og aftur var dómnum snúið við í VAR og ekkert dæmt. 1-1 lokatölur í ótrúlegum leik. Brasilía er á toppi riðilsins með 36 stig eftir 14 leiki. Ekki tapað leik. Allt það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner