Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   þri 28. janúar 2025 22:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikael Egill á leið til Genoa - Verður lánaður aftur til Venezia
Mikael Egill Ellertsson er að færa sig um set á Ítalíu en hann er á leið til Genoa frá Venezia.

Ítalski fréttamaðurinn Gianluca Di Marzio greinir frá þessu en hann segir að Genoa muni borga þrjár og hálfa milljón evra fyrir hann. Mikael framlengdi samning sinn í síðustu viku við Venezia til ársins 2028.

Hann mun gangast undir læknisskoðun á morgun og skrifa undir samning við Genoa í kjölfarið. Hann mun hins vegar vera áfram hjá Venezia á láni út tímabilið.

Mikael gekk til liðs við Venezia frá Spezia í janúar árið 2023. Hann hefur leikið 70 leiki og skorað sex mörk fyrir félagið. Liðið er í 19. sæti með 16 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Genoa er í 12. sæti deildarinnar en liðið hefur verið á uppleið síðan Patrick Vieira tók við liðinu í nóvember en þá var liðið í 17. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner