Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 28. febrúar 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Handabönd bönnuð á æfingum Newcastle
Steve Bruce stjóri Newcastle.
Steve Bruce stjóri Newcastle.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Newcastle, hefur greint frá því að handabönd hafi verið bönnuð á æfingasvæði félagsins af ótta við smit á kóróna veirunni.

Sífellt fleiri tilfelli af kórónu veirunni hafa greinst í Evrópu undanfarna daga og hjá Newcastle taka menn enga sénsa.

„Það er hefð hér að allir takist í hendur þegar þeir hittast á hverjum morgun en við erum hættir því eftir ráðleggingar frá lækni," sagði Bruce.

„Sem betur fer erum við með frábæran lækni hér og hann mun upplýsa okkur um það sem þarf að gera."

„Við erum eins og allir aðrir. Við erum límdir fyrir framan sjónvarpið til að sjá hvert veira en fer næst og vonandi verður þetta ekki verra hér á landi."

Athugasemdir
banner
banner
banner