Manchester United hafnaði tækifærinu á að fá belgíska miðjumanninn Romeo Lavia í skiptum fyrir Alejandro Garnacho í sumarglugganum. ESPN greinir frá.
United leyfði Garnacho að ganga í raðir Chelsea eftir að Argentínumaðurinn datt úr myndinni hjá Ruben Amorim.
Chelsea keypti hann á 40 milljónir punda en United bauðst að fá pening og Lavia í skiptum, en United sagði takk, en nei takk.
Ástæðan fyrir því að United hafnaði Lavia eru meiðslavandræði kappans síðan hann gekk í raðir Chelsea frá Southampton árið 2023.
Lavia hefur átt erfitt með að halda sér heilum og er hann einmitt kominn aftur á meiðslalistann hjá enska félaginu.
United vantaði sárlega miðjumann í glugganum og heillaði Lavia forráðarmenn United, en meiðslasagan var úrslitavaldur og var hugmyndin slegin af borðinu.
Athugasemdir



