Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. febrúar 2023 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola skaut á Man Utd á fréttamannafundi
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: Getty Images
Man Utd vann deildabikarinn síðasta sunnudag.
Man Utd vann deildabikarinn síðasta sunnudag.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, skaut aðeins á eyðslu Manchester United á leikmannamarkaðnum á fréttamannafundi fyrir leik gegn Bristol City í FA-bikarnum.

Man Utd fór með sigur af hólmi í enska deildabikarnum um liðna helgi en liðið hefur litið afskaplega vel út undanfarnar vikur. Man Utd vann 2-0 sigur á Newcastle í úrslitaleiknum.

Guardiola var spurður að því á fréttamannafundinum hvort United gæti barist um enska meistaratitilinn á næstunni.

Guardiola svaraði þá: „Ef þeir eyða aðeins meiri peningi, þá já. Þeir eyddu ekki það miklum peningi, er það?"

Guardiola glotti þegar hann sagði þetta en hrósaði Erik ten Hag, sagði hann vera að standa sig ótrúlega vel. Hann segir að United eigi að vera að berjast á toppnum.

United eytt miklu meira
Frá 2017 hefur Man City keypt leikmenn fyrir 896 milljónir punda á meðan Man Utd hefur keypt leikmenn fyrir 928 milljónir punda. City hefur aftur á móti selt fyrir miklu meira á þeim tíma; 572 milljónir punda gegn 157 milljónum punda. Því hefur United eytt talsvert meira á síðustu árum.

Þess má þó geta að Guardiola hefur aldrei þurft að hafa áhyggjur af peningum hjá þeim félögum sem hann hefur starfað fyrir. City var á dögunum kært af ensku úrvalsdeildinni fyrir brot á fjármálareglum. Um er að ræða brot á sem áttu sér stað milli 2009 og 2018.

Sjá einnig:
„Fengjum að heyra það ef hefðum við eytt eins og Chelsea“


Athugasemdir
banner
banner
banner