Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. mars 2020 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ferdinand vill ekki Coutinho til Man Utd: Væri góður hjá Spurs
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United og núverandi knattspyrnusérfræðingur hjá BT Sport, hefur varað Man Utd við því að kaupa Philippe Coutinho frá Barcelona.

Brasilíski framherjinn Coutinho gerði frábæra hluti hjá Liverpool áður en hann skipti í spænska boltann. Þar fann hann ekki taktinn og leikur þessa stundina fyrir FC Bayern að láni. Þar hefur hann gert 8 mörk í 22 deildarleikjum.

Ýmis félög í enska boltanum hafa áhuga á að kaupa Coutinho og telur Ferdinand hann henta best fyrir Tottenham.

„Hann var frábær hjá Liverpool og byrjaði vel hjá Barcelona en átti svo erfitt uppdráttar. Hann hefur verið flottur hjá Bayern. Þetta er hágæða leikmaður sem þarf að bjarga," sagði Ferdinand í spurt og svarað á Instagram.

„Það myndi bjarga ferlinum hans að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina en það er mikilvægt að gera það með réttu félagi. Ég hefði stungið uppá Man Utd en ekki eftir komu Bruno Fernandes.

„Ég sé hann ekki passa vel inn í leikstíl Arsenal en hann væri góður hjá Tottenham. Menn eins og Harry Kane, Dele Alli og Son þurfa leikmann eins og hann með sér á vellinum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner