Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 28. mars 2023 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Dale Stephens er hættur í fótbolta
Mynd: Getty Images

Dale Stephens, fyrrum miðjumaður Brighton, er búinn að leggja fótboltaskóna á hilluna níu mánuðum eftir að hafa runnið út á samningi hjá Burnley.


Stephens, sem var hjá Brighton í sjö ár áður en hann gekk í raðir Burnley, var ósáttur síðasta sumar vegna þess að enginn frá Burnley hafði rætt við hann um að samningurinn yrði ekki endurnýjaður. Hann bjóst við samtali eða í það minnsta persónulegum skilaboð, en þess í stað fékk hann fregnirnar í gegnum opinbera færslu frá Twitter aðgangi Burnley.

Stephens, sem verður 34 ára í sumar, tókst aldrei að finna sér nýtt félag í kjölfarið og hefur því ákveðið að hætta í atvinnumennsku.

Stephens var mikilvægur hlekkur í liði Brighton og átti lykilþátt í uppgangi félagsins þegar það komst upp úr Championship deildinni fyrir sex árum síðan. Hann spilaði 223 leiki fyrir Brighton, þar af 99 í ensku úrvalsdeildinni. Hann lék aðeins 10 sinnum fyrir Burnley í deild þeirra bestu.


Athugasemdir
banner
banner