Ian Wright fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins hefur áhyggjur af því hversu mikið Bukayo Saka og Jude Bellingham hafa spilað á sínum stutta ferli.
Saka er 21 árs og hefur spilað 199 leiki fyrir Arsenal og enska landsliðið. Bellingham er aðeins 19 ára og hefur leikið 192 leiki á sínum ferli.
„Við verðum að skoða hvað þeir eru búnir að spila mikið. Ég hef áhyggjur af Bellingham, ég veit hvernig menn eru undirbúnir í unglingaliðunum en það er öðruvísi í fullorðins bolta en þetta eru margir leikir," sagði Wright.
Þá bendir hann á að enginn hefur spilað jafn mikið fyrir tvítugt. Neymar kemur á eftir Bellingham með 145 leiki.
„Ég hef áhyggjur af saka líka því hann er að spila mikið. ÉG veit, þeir eru byggðir fyrir það en hvar fá þeir pásu?" Sagði Wright.