Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 20:41
Ívan Guðjón Baldursson
Úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á Doughty
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá miklum áhuga frá enskum úrvalsdeildarfélögum á vinstri bakverðinum Alfie Doughty, sem féll aftur niður í Championship deildina með Luton.

Doughty er 24 ára og er sókndjarfur bakvörður sem var með bestu leikmönnum Luton á nýliðnu tímabili.

Brentford er talið vera meðal fremstu félaga í kappinu um Doughty en liðinu sárvantaði vinstri bakvörð á nýliðnu tímabili eftir slæm meiðsli sem Rico Henry lenti í.

Það er mikil uppbygging í gangi hjá Brentford sem er einnig í leit að miðvörðum, kantmönnum og miðjumanni í sumar eftir að hafa notað 30 milljónir punda til að kaupa framherjann Igor Thiago frá Club Brugge.

Crystal Palace, West Ham og Wolves eru meðal félaga sem hafa einnig verið orðuð við Doughty á undanförnum vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner