Víkingur er með fjögurra stiga forystu á toppi Bestu deildar karla eftir að liðið vann toppslaginn gegn Vestra, 1-0, á Kerecis-vellinum á Ísafirði í dag.
Jafnræði var með liðinum í fyrri hálfleiknum. Víkingar voru aðeins meira með boltann en Vestri kom sér einnig í fínar stöður.
Á 26. mínútu leiksins kom sigurmark leiksins. Eiður Aron Sigurbjörnsson braut á Tarik Ibrahimagic, sem var að spila gegn sínu gamla félagi, og vítaspyrna dæmd.
Viktor Örlygur Andrason skoraði með föstu skoti úr spyrnunni sem var hans fyrsta deildarmark á tímabilinu.
Rúmum tíu mínútum síðar gat Nikolaj Hansen tvöfaldað forystuna er hann tók á móti boltanum inn í teignum, en skotið langt framhjá markinu.
Heimamenn fóru að ógna næstu mínútur. Silas Songani átti hörkuskot og stuttu eftir það fengu þeir draumastöðu er Vladimir Tufegdzic var sendur í gegn, en rangstaða dæmd.
„Tufa sendur í gegn og leggur boltann fyrir markið. Flaggið á loft en það er einfaldlega kolrangur dómur. Davíð Atla spilar hann réttstæðan og Vestramenn skiljanlega ósáttir enda frábær staða sem þeir voru að komast í,“ sagði Sverrir Örn Einarsson í textalýsingu sinni hér á Fótbolta.net.
Víkingar sluppu með skrekkinn og fóru inn í hálfleikinn með eins marks forystu.
Gestirnir héldu ágætlega í boltann í þeim síðari og náðu að halda Vestra-mönnum niðri.
Fimmtán mínútum fyrir leikslok fengu Víkingar aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Gylfi Þór Sigurðsson tók spyrnuna sem Guy Smit tókst að verja aftur fyrir endamörk.
Vestri átti nokkur hættuleg augnablik á lokakaflanum en besta færið fékk Guðmundur Páll Einarsson seint í uppbótartíma eftir sendingu frá nafna sínum Guðmundi Arnari Svavarssyni en Oliver Ekroth kastaði sér fyrir skotið á síðustu stundu.
Lokatölur 1-0 fyrir Víking sem er með 20 stig á toppnum, fjórum meira en Vestri sem er í öðru sæti.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 18 | 11 | 4 | 3 | 46 - 24 | +22 | 37 |
2. Víkingur R. | 18 | 9 | 5 | 4 | 33 - 24 | +9 | 32 |
3. Breiðablik | 18 | 9 | 5 | 4 | 30 - 24 | +6 | 32 |
4. Stjarnan | 18 | 8 | 4 | 6 | 34 - 30 | +4 | 28 |
5. Vestri | 18 | 8 | 2 | 8 | 19 - 17 | +2 | 26 |
6. Fram | 18 | 7 | 4 | 7 | 28 - 25 | +3 | 25 |
7. FH | 18 | 6 | 4 | 8 | 31 - 27 | +4 | 22 |
8. KA | 18 | 6 | 4 | 8 | 18 - 32 | -14 | 22 |
9. ÍBV | 18 | 6 | 3 | 9 | 16 - 25 | -9 | 21 |
10. KR | 18 | 5 | 5 | 8 | 39 - 41 | -2 | 20 |
11. Afturelding | 18 | 5 | 5 | 8 | 21 - 27 | -6 | 20 |
12. ÍA | 18 | 5 | 1 | 12 | 20 - 39 | -19 | 16 |
Athugasemdir