Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
   fim 29. maí 2025 18:47
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna: Sjá það allir sem eru á vellinum nema fjórir menn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, eðli allra sem er í þessum leik og það er bara ömurlegt." sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðablik eftir 4-1 tapið gegn ÍA á Kópavogsvelli. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  4 ÍA

„Ég get ekki sagt að þetta sé í jafnvægi, það er eitt lið á vellinum. Við fáum fjölda færa til að komast yfir og mér leið hrikalega vel með leikinn en það sem gerist síðan að þeir fá langt innkast, hornspyrnu og lyfta boltanum tvisvar inn á teiginn og skora úr báðum sem er sama uppskrift og FH ingar beittu í síðasta leik og það er gríðalegt áhyggjuefni og þá var þungurinn róður auðvitað framundan."

Breiðablik vildu fá vítaspyrnu þegar Ágúst Orri Þorsteinsson fór niður inn á teig ÍA.

„Hann stendur inn í markteignum og er að sparka boltanum í markið og er sparkaður niður og ég held að það sáu það allir sem voru hér á vellinum nema fjórir menn."

Ómar Björn Stefánsson leikmaður ÍA gaf Valgeiri Valgeirssyni olnbogaskot seint í fyrri hálfleik og var stálheppinn að fá ekki rautt spjald. 

„Að sjálfsögðu en ég ætla ekki að fara kalla eftir því að menn fái rautt spjald en eins og þetta leit út þá er þetta rautt spjald og það hefði auðvitað gjörbreytt leiknum."

Breiðablik er núna búið að tapa tveimur leikjum í röð og var Halldór spurður hvort það væri áhyggjuefni. 

„Það hægir á stigasöfnun og það er áhyggjuefni já."


Nánar var rætt við Halldór Árnason í sjónvarpinu hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars stórleikinn gegn Víkingum í næstu umferð.



Athugasemdir
banner
banner
banner