Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 29. maí 2025 18:47
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna: Sjá það allir sem eru á vellinum nema fjórir menn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, eðli allra sem er í þessum leik og það er bara ömurlegt." sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðablik eftir 4-1 tapið gegn ÍA á Kópavogsvelli. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  4 ÍA

„Ég get ekki sagt að þetta sé í jafnvægi, það er eitt lið á vellinum. Við fáum fjölda færa til að komast yfir og mér leið hrikalega vel með leikinn en það sem gerist síðan að þeir fá langt innkast, hornspyrnu og lyfta boltanum tvisvar inn á teiginn og skora úr báðum sem er sama uppskrift og FH ingar beittu í síðasta leik og það er gríðalegt áhyggjuefni og þá var þungurinn róður auðvitað framundan."

Breiðablik vildu fá vítaspyrnu þegar Ágúst Orri Þorsteinsson fór niður inn á teig ÍA.

„Hann stendur inn í markteignum og er að sparka boltanum í markið og er sparkaður niður og ég held að það sáu það allir sem voru hér á vellinum nema fjórir menn."

Ómar Björn Stefánsson leikmaður ÍA gaf Valgeiri Valgeirssyni olnbogaskot seint í fyrri hálfleik og var stálheppinn að fá ekki rautt spjald. 

„Að sjálfsögðu en ég ætla ekki að fara kalla eftir því að menn fái rautt spjald en eins og þetta leit út þá er þetta rautt spjald og það hefði auðvitað gjörbreytt leiknum."

Breiðablik er núna búið að tapa tveimur leikjum í röð og var Halldór spurður hvort það væri áhyggjuefni. 

„Það hægir á stigasöfnun og það er áhyggjuefni já."


Nánar var rætt við Halldór Árnason í sjónvarpinu hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars stórleikinn gegn Víkingum í næstu umferð.



Athugasemdir
banner