Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
Heimir Guðjóns: Átakanlegt að fylgjast með þessu
Adam Ægir sló á létta strengi: Þeir fengu mig inn, það var það sem breyttist
Túfa um markametið: Getur sett met sem verður gríðarleg erfitt að slá
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
   fim 29. maí 2025 18:47
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna: Sjá það allir sem eru á vellinum nema fjórir menn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, eðli allra sem er í þessum leik og það er bara ömurlegt." sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðablik eftir 4-1 tapið gegn ÍA á Kópavogsvelli. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  4 ÍA

„Ég get ekki sagt að þetta sé í jafnvægi, það er eitt lið á vellinum. Við fáum fjölda færa til að komast yfir og mér leið hrikalega vel með leikinn en það sem gerist síðan að þeir fá langt innkast, hornspyrnu og lyfta boltanum tvisvar inn á teiginn og skora úr báðum sem er sama uppskrift og FH ingar beittu í síðasta leik og það er gríðalegt áhyggjuefni og þá var þungurinn róður auðvitað framundan."

Breiðablik vildu fá vítaspyrnu þegar Ágúst Orri Þorsteinsson fór niður inn á teig ÍA.

„Hann stendur inn í markteignum og er að sparka boltanum í markið og er sparkaður niður og ég held að það sáu það allir sem voru hér á vellinum nema fjórir menn."

Ómar Björn Stefánsson leikmaður ÍA gaf Valgeiri Valgeirssyni olnbogaskot seint í fyrri hálfleik og var stálheppinn að fá ekki rautt spjald. 

„Að sjálfsögðu en ég ætla ekki að fara kalla eftir því að menn fái rautt spjald en eins og þetta leit út þá er þetta rautt spjald og það hefði auðvitað gjörbreytt leiknum."

Breiðablik er núna búið að tapa tveimur leikjum í röð og var Halldór spurður hvort það væri áhyggjuefni. 

„Það hægir á stigasöfnun og það er áhyggjuefni já."


Nánar var rætt við Halldór Árnason í sjónvarpinu hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars stórleikinn gegn Víkingum í næstu umferð.



Athugasemdir
banner