Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fim 29. maí 2025 18:47
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna: Sjá það allir sem eru á vellinum nema fjórir menn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, eðli allra sem er í þessum leik og það er bara ömurlegt." sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðablik eftir 4-1 tapið gegn ÍA á Kópavogsvelli. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  4 ÍA

„Ég get ekki sagt að þetta sé í jafnvægi, það er eitt lið á vellinum. Við fáum fjölda færa til að komast yfir og mér leið hrikalega vel með leikinn en það sem gerist síðan að þeir fá langt innkast, hornspyrnu og lyfta boltanum tvisvar inn á teiginn og skora úr báðum sem er sama uppskrift og FH ingar beittu í síðasta leik og það er gríðalegt áhyggjuefni og þá var þungurinn róður auðvitað framundan."

Breiðablik vildu fá vítaspyrnu þegar Ágúst Orri Þorsteinsson fór niður inn á teig ÍA.

„Hann stendur inn í markteignum og er að sparka boltanum í markið og er sparkaður niður og ég held að það sáu það allir sem voru hér á vellinum nema fjórir menn."

Ómar Björn Stefánsson leikmaður ÍA gaf Valgeiri Valgeirssyni olnbogaskot seint í fyrri hálfleik og var stálheppinn að fá ekki rautt spjald. 

„Að sjálfsögðu en ég ætla ekki að fara kalla eftir því að menn fái rautt spjald en eins og þetta leit út þá er þetta rautt spjald og það hefði auðvitað gjörbreytt leiknum."

Breiðablik er núna búið að tapa tveimur leikjum í röð og var Halldór spurður hvort það væri áhyggjuefni. 

„Það hægir á stigasöfnun og það er áhyggjuefni já."


Nánar var rætt við Halldór Árnason í sjónvarpinu hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars stórleikinn gegn Víkingum í næstu umferð.



Athugasemdir
banner
banner
banner