Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   fim 29. maí 2025 18:47
Anton Freyr Jónsson
Dóri Árna: Sjá það allir sem eru á vellinum nema fjórir menn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, eðli allra sem er í þessum leik og það er bara ömurlegt." sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðablik eftir 4-1 tapið gegn ÍA á Kópavogsvelli. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  4 ÍA

„Ég get ekki sagt að þetta sé í jafnvægi, það er eitt lið á vellinum. Við fáum fjölda færa til að komast yfir og mér leið hrikalega vel með leikinn en það sem gerist síðan að þeir fá langt innkast, hornspyrnu og lyfta boltanum tvisvar inn á teiginn og skora úr báðum sem er sama uppskrift og FH ingar beittu í síðasta leik og það er gríðalegt áhyggjuefni og þá var þungurinn róður auðvitað framundan."

Breiðablik vildu fá vítaspyrnu þegar Ágúst Orri Þorsteinsson fór niður inn á teig ÍA.

„Hann stendur inn í markteignum og er að sparka boltanum í markið og er sparkaður niður og ég held að það sáu það allir sem voru hér á vellinum nema fjórir menn."

Ómar Björn Stefánsson leikmaður ÍA gaf Valgeiri Valgeirssyni olnbogaskot seint í fyrri hálfleik og var stálheppinn að fá ekki rautt spjald. 

„Að sjálfsögðu en ég ætla ekki að fara kalla eftir því að menn fái rautt spjald en eins og þetta leit út þá er þetta rautt spjald og það hefði auðvitað gjörbreytt leiknum."

Breiðablik er núna búið að tapa tveimur leikjum í röð og var Halldór spurður hvort það væri áhyggjuefni. 

„Það hægir á stigasöfnun og það er áhyggjuefni já."


Nánar var rætt við Halldór Árnason í sjónvarpinu hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars stórleikinn gegn Víkingum í næstu umferð.



Athugasemdir
banner
banner
banner