Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
banner
   sun 28. júní 2020 19:23
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Auðvelt fyrir Man City gegn Newcastle
Newcastle 0 - 2 Manchester City
0-1 Kevin De Bruyne ('37, víti)
0-2 Raheem Sterling ('68)

Manchester City heimsótti Newcastle í síðasta leik 8-liða úrslita enska bikarsins.

Man City gjörsamlega stjórnaði fyrri hálfleiknum og voru gestirnir óheppnir að skora aðeins eitt mark. Það gerði Kevin De Bruyne úr vítaspyrnu á 37. mínútu.

Seinni hálfleikurinn var mun jafnari þar sem hvorugt lið náði að skapa sér mikið af færum.

Dwight Gayle klúðraði dauðafæri á 66. mínútu og innsiglaði Raheem Sterling sigur City tveimur mínútum síðar.

Man City mætir Arsenal í undanúrslitum.


Athugasemdir