Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. júní 2022 20:09
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea er ekki að hætta við Sterling
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Chelsea sem voru orðnir spenntir fyrir yfirvofandi félagaskiptum Raheem Sterling þurfa ekki að hafa áhyggjur þó að Raphinha sé á leiðinni fyrir um 65 milljónir punda.

Thomas Tuchel knattspyrnustjóri vill tvo kantmenn fyrir næstu leiktíð þannig Chelsea er ekki hætt við að kaupa Sterling frá Manchester City.

Sterling á eitt ár eftir af samningnum við Man City og kostar um 50 til 60 milljónir punda.

Þeir tveir munu bætast við nokkuð öflugan hóp af kantmönnum og berjast við Christian Pulisic, Callum Hudson-Odoi og Hakim Ziyech um sæti í byrjunarliðinu. Líkur eru þó á að Ziyech verði lánaður út eða seldur í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner