Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 28. júlí 2018 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Viktor Karl Einarsson í IFK Värnamo (Staðfest) - Maður leiksins í dag
Viktor Karl Einarsson í leik með U21 árs landsliðinu
Viktor Karl Einarsson í leik með U21 árs landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska B-deildarliðið IFK Värnamo er búið að tryggja sér þjónustu Viktors Karls Einarssonar frá AZ Alkmaar en hann byrjaði með látum í deildinni.

Viktor, sem er fæddur árið 1997, er uppalinn í Breiðablik en samdi við AZ Alkmaar árið 2013.

Hann lék afar vel með unglinga- og varaliði AZ en ákvað að ganga til liðs við sænska B-deildarliðið IFK Värnamo á dögunum.

Hann spilaði sinn fyrsta leik í dag í 1-0 sigri á IK Brage en hann var valinn maður leiksins.

Honum var skipt af velli á 83. mínútu en Värnamo er í neðsta sæti deildarinnar með 8 stig.

Þetta var annar sigur liðsins á leiktíðinni en það verður fróðlegt að fylgjast með honum í Svíþjóð.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner