
Dagný Brynjarsdóttir er enn félagslaus eftir að hafa yfirgefið West Ham á dögunum.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur verið áhugi á henni frá Sádi-Arabíu en einnig úr enska boltanum.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur verið áhugi á henni frá Sádi-Arabíu en einnig úr enska boltanum.
Sara Björk Gunnarsdóttir spilar í Sádi-Arabíu og það er spurning hvort Dagný fari líka þangað en London City Lionesses í ensku úrvalsdeildinni hafa líka sýnt henni áhuga.
Dagný og fjölskylda hennar hefur verið búsett í London síðustu árin og það er væntanlega freistandi að halda í stöðugleikann en á sama tíma eru launin góð í Sádi-Arabíu.
Dagný var fyrr í sumar orðuð við Þrótt og Val hér heima en hún ákvað að semja ekki hér á landi.
Dagný, sem er 34 ára, hefur spilað 113 landsleiki fyrir Íslands hönd.
Athugasemdir