Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bölvun á Jóa Berg frá því Arnar tók við
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson og Jóhann Berg Guðmundsson.
Arnar Gunnlaugsson og Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er algjör bölvun á Jóa Berg í mínum gluggum," sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson í samtali við Fótbolta.net í gær.

Jóhann Berg Guðmundsson er ekki í landsliðshópnum fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM.

Jóhann spilar fyrir Al Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann er byrjaður aftur að æfa eftir meiðsli en er ekki kominn nægilega langt til að geta tekið þátt í næstu landsleikjum.

„Við virðumst ekki geta keypt þennan 100. landsleik fyrir hann, því miður."

Jóhann Berg hefur spilað 99 landsleiki og skorað í þeim átta mörk.

„Vonandi kemur það (100. landsleikurinn) í október," sagði Arnar.
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Athugasemdir
banner