Elías Rafn Ólafsson hélt hreinu í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum þegar Midtjylland heimsótti KuPS til Finnlands í úrslitaleik um sæti í deildarkeppni Evrópudeildarinnar.
Midtjylland hafði rústað fyrri leiknum á heimavelli 4-0 og tókst þeim að sigra seinni leikinn á útivelli, þar sem heimamenn í liði KuPS léku stærstan hluta leiksins einum færri.
Daníel Tristan Guðjohnsen var þá í byrjunarliði Malmö og skoraði fyrsta mark leiksins í þægilegum sigri gegn Sigma Olomuc í Tékklandi.
Daníel Tristan hefur verið mikið í kringum byrjunarliðið hjá Malmö síðustu vikur og er búinn að standa sig feykilega vel. Hann er aðeins 19 ára gamall og hefur verið hjá Malmö í þrjú ár. Þar áður lék hann með akademíunum hjá Barcelona og Real Madrid á Spáni. Hann var í gær valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM, gegn Aserbaídsjan og Frakklandi.
Logi Tómasson lék að lokum allan leikinn í liði Samsunspor gegn Panathinaikos, þar sem Sverrir Ingi Ingason var ónotaður varamaður í liði gestanna.
Það ríkti þokkalegt jafnræði með liðunum er þau mættust í Tyrklandi en boltinn rataði ekki í netið svo lokatölur urðu 0-0.
Panathinaikos fer áfram eftir 2-1 sigur í fyrri leiknum.
Logi og félagar í liði Samsunspor detta niður í Sambandsdeildina.
KuPS 0 - 2 Midtjylland (0-6)
0-1 Junior Brumado ('51 , víti)
0-2 Aral Simsir ('54 )
Rautt spjald: Arttu Lotjonen, KuPS (Finland) ('38)
Olomouc 0 - 2 Malmo (0-5)
0-1 Daniel Gudjohnsen ('62 )
0-2 Emmanuel Ekong ('90 )
Samsunspor 0 - 0 Panathinaikos (1-2)
Athugasemdir