Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 10:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Langbesti maður vallarins spilaði einu sinni með ÍBV
Charles Vernam.
Charles Vernam.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Charles Vernam fór á kostum þegar Grimsby vann ótrúlegan sigur á Manchester United í enska deildabikarnum í gær.

Vernam skoraði bæði og lagði upp í leiknum sem endaði 2-2. Leikurinn fór beint í vítaspyrnukeppni þar sem Grimsby hafði betur.

Það er athyglisvert að Vernam, sem er í dag orðinn 28 ára gamall, spilaði með ÍBV sumarið 2016. Hann kom þá á láni frá Derby County og spilaði níu leiki í Bestu deildinni. Í þessum leikjum skoraði hann tvö mörk.

ÍBV vildi halda Vernam lengur en hann sneri aftur til Derby eftir tvo mánuði í Vestmannaeyjum.

Hann gekk í raðir Grimsby árið 2018 og var þar til 2020. Hann spilaði svo með Burton, Bradford og Lincoln áður en hann samdi aftur við Grimsby árið 2023.

Vernam var langbesti leikmaður vallarins í gær en hann fékk 9 í einkunn hjá Flashscore.

Jason Daði Svanþórsson er einnig á mála hjá Grimsby en gat ekki tekið þátt í leiknum í gær vegna meiðsla.
Athugasemdir