Á morgun föstudag verður athöfn í Mónakó þar sem dregið verður í deildarkeppni Evrópudeildarinnar og Sambandsdeildarinnar. Athöfnin hefst klukkan 11:00.
Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir í Sambandsdeildina, sömu deild og Víkingur lék í á síðasta tímabili.
Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir í Sambandsdeildina, sömu deild og Víkingur lék í á síðasta tímabili.
36 lið eru í Sambandsdeildinni og er þeim skipt upp í sex styrkleikaflokka. Breiðablik er í fimmta styrkleikaflokki.
Blikar munu svo mæta einu liði úr hverjum flokki, alls sex leikir og þrír af þeim verða spilaðir hér á landi.
Football Rankings hefur tekið saman hvernig styrkleikaflokkarnir verða í drættinum á morgun en spennandi verður að sjá hvaða liðum Breiðablik mætir.
Ítalska liðið Fiorentina, ensku bikarmeistararnir í Crystal Palace og þýska úrvalsdeildarliðið Mainz eru meðal liða sem gætu orðið mótherjar Breiðabliks.
Liðin keppa öll í sömu deildartöflu þar sem átta efstu liðin fara beint í 16-liða úrslit en næstu sextán lið fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin. Deildarkeppnin hefst 2. október og stendur til 18. desember.
Fylgst verður með drættinum á morgun í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir