Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Uche hafnaði samningstilboði frá Wolves
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Wolves er í viðræðum við Christantus Uche um launamál eftir að hafa náð samkomulagi við Getafe um kaupverð.

Úlfarnir hafa nokkra daga til að semja við Uche eftir að þessi sóknarsinnaði miðjumaður hafnaði opnunartilboði Úlfanna.

Uche er sagður vilja hærri laun heldur en stjórnendur Wolves eru reiðubúnir til að bjóða og því óljóst hvort eitthvað verði úr þessum félagaskiptum.

Uche er 22 ára gamall og leikur sem sóknartengiliður að upplagi en getur einnig spilað á miðjunni eða í fremstu víglínu. Hann var lykilmaður í liði Getafe á síðustu leiktíð og er nýlega byrjaður að spila fyrir A-landslið Nígeríu.

Getafe samþykkti 20 milljón evru tilboð frá Úlfunum í leikmanninn og eru stjórnendur félagsins að fylgjast náið með viðræðunum.

Uche vill vera áfram í Getafe og vill José Bordalás þjálfari liðsins alls ekki missa leikmanninn úr hópnum. Getafe þarf þó á peningunum að halda til að standast fjármálareglur spænsku deildarinnar og er því reiðubúið til að selja hann.

   25.08.2025 07:30
Wolves leggur fram tilboð í sóknarmann Getafe

Athugasemdir
banner