Keith Andrews þjálfari Brentford býst ekki við að Yoane Wissa verði partur af leikmannahópinum sem mætir nýliðum Sunderland í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Andrews telur að Wissa verði ekki með í keppnisleik fyrr en í næsta mánuði en hann býst við að halda sóknarleikmanninum hjá félaginu.
Brentford hefur hafnað tilboðum frá Newcastle í Wissa þrátt fyrir mikinn áhuga leikmannsins á að færa sig um set. Brentford er búið að missa Bryan Mbeumo og Christian Nörgaard í sumar og vill því ekki selja Wissa, sem á tvö ár eftir af samningi (1+1).
„Staðan er nákvæmlega sú sama og hún hefur verið, það hefur ekkert breyst á bakvið tjöldin. Hann verður ekki með gegn Sunderland um helgina," sagði Andrews.
„Við viljum bara nota leikmenn sem eru tilbúnir til að gefa allt fyrir liðið. Við erum í stöðugum samræðum við Yoane og ég ber mikla virðingu fyrir honum, en hann verður ekki með í hópnum fyrr en glugginn lokar.
„Tilfinningin er sú að við munum halda honum í sumar. Ég vil ekki missa hann úr hópnum, hann er stórkostleg manneskja og magnaður leikmaður."
25.08.2025 15:09
Býst við því að Wissa verði áfram hjá Brentford
Athugasemdir