Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 28. september 2020 22:20
Aksentije Milisic
Einkunnir Liverpool og Arsenal: Trent maður leiksins - Aubameyang og Willian fá 5
Mynd: Getty Images
Liverpool lagði Arsenal að velli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikið var í þriðju umferð deildarinnar.

Alexandre Lacazette kom Arsenal yfir en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum fyrir hálfleik. Það var svo nýji leikmaðurinn Diogo Jota sem skoraði þriðja mark Liverpool í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir fyrir frammistöðu þeirra á vellinum í kvöld.

Trent Alexander-Arnold var valinn maður leiksins en hann fékk átta í einkunn ásamt Allison sem varði vel í tvígang frá Lacazette í stöðunni 2-1. Jota fékk 7 fyrir sína frammistöðu þegar hann kom inn af bekknum.

Hjá Arsenal þótti Bernd Leno vera bestur. Willian, Pierre Emerick-Aubameyang og Hector Bellerin fengu lægstu einkunn hjá gestunum sem var 5.

Liverpool: Alisson (8), Alexander-Arnold (8), Gomez (7), Van Dijk (7), Robertson (7), Fabinho (6), Wijnaldum (6), Keita (6), Mane (7), Salah (7), Firmino (6).
(Varamenn: Milner (5), Jota (7).

Arsenal: Leno (7), Holding (6), Luiz (7), Tierney (6), Bellerin (5), Elneny (6), Xhaka (6), Maitland-Niles (6), Willian (5), Lacazette (6), Aubameyang (5).
(Varamenn: Ceballos (6), Pepe (5), Nketiah (5).

Maður leiksins: Trent Alexander Arnold
Athugasemdir
banner
banner
banner