Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fim 28. september 2023 15:54
Elvar Geir Magnússon
Aron Elí: Það hafði enginn trú á okkur lengur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elí Sævarsson fyrirliði Aftureldingar segir mikla eftirvæntingu fyrir 50 milljóna króna leiknum, viðureigninni við Vestra á Laugardalsvelli á laugardaginn. Leikið verður til þrautar og sigurliðið mun leika í Bestu deildinni á næsta tímabili.

„Maður getur eiginlega ekki beðið eftir því að spila. Að vera kominn hingað og sjá völlinn, mikil upphitun og mikið umtal alls staðar, það gerir mann spenntan fyrir þessum leik," segir Aron.

„Það er mjög mikið undir, hvorugt liðið hefur farið í efstu deild. Það hefur verið mikill metnaður í liðunum síðustu ár og fólkið í bæjarfélögunum og íþróttaáhugamenn hafa tekið eftir því. Það er búið að byggjast upp og að setja þetta allt í 90 mínútna leik er geggjað."

Aron segir alls ekki ólíklegt að leikurinn endi í 120 mínútum og jafnvel vítakeppni enda sé Vestri með lið sem sé erfitt viðureignar.

Afturelding var lengst af sumars í toppsæti Lengjudeildarinnar en féll svo niður í annað sætið og endaði í úrslitakeppninni. Margir bjuggust við Mosfellingum bognum og brotnum í undanúrslitunum gegn Leikni en annað var uppi á teningnum.

„Þetta var meira hausinn og andlegi þátturinn, það var ekkert að detta með okkur. Svo koma Leiknisleikirnir og þá var að duga eða drepast. Það var allt undir. Enginn hafði trú á okkur lengur og við höfðum allt í einu allt að sanna. Við erum í raun bara að bíða eftir því á laugardaginn að gera það sama."
Athugasemdir
banner
banner