Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fim 28. september 2023 15:54
Elvar Geir Magnússon
Aron Elí: Það hafði enginn trú á okkur lengur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elí Sævarsson fyrirliði Aftureldingar segir mikla eftirvæntingu fyrir 50 milljóna króna leiknum, viðureigninni við Vestra á Laugardalsvelli á laugardaginn. Leikið verður til þrautar og sigurliðið mun leika í Bestu deildinni á næsta tímabili.

„Maður getur eiginlega ekki beðið eftir því að spila. Að vera kominn hingað og sjá völlinn, mikil upphitun og mikið umtal alls staðar, það gerir mann spenntan fyrir þessum leik," segir Aron.

„Það er mjög mikið undir, hvorugt liðið hefur farið í efstu deild. Það hefur verið mikill metnaður í liðunum síðustu ár og fólkið í bæjarfélögunum og íþróttaáhugamenn hafa tekið eftir því. Það er búið að byggjast upp og að setja þetta allt í 90 mínútna leik er geggjað."

Aron segir alls ekki ólíklegt að leikurinn endi í 120 mínútum og jafnvel vítakeppni enda sé Vestri með lið sem sé erfitt viðureignar.

Afturelding var lengst af sumars í toppsæti Lengjudeildarinnar en féll svo niður í annað sætið og endaði í úrslitakeppninni. Margir bjuggust við Mosfellingum bognum og brotnum í undanúrslitunum gegn Leikni en annað var uppi á teningnum.

„Þetta var meira hausinn og andlegi þátturinn, það var ekkert að detta með okkur. Svo koma Leiknisleikirnir og þá var að duga eða drepast. Það var allt undir. Enginn hafði trú á okkur lengur og við höfðum allt í einu allt að sanna. Við erum í raun bara að bíða eftir því á laugardaginn að gera það sama."
Athugasemdir
banner