Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
banner
   fim 28. september 2023 15:54
Elvar Geir Magnússon
Aron Elí: Það hafði enginn trú á okkur lengur
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elí Sævarsson fyrirliði Aftureldingar segir mikla eftirvæntingu fyrir 50 milljóna króna leiknum, viðureigninni við Vestra á Laugardalsvelli á laugardaginn. Leikið verður til þrautar og sigurliðið mun leika í Bestu deildinni á næsta tímabili.

„Maður getur eiginlega ekki beðið eftir því að spila. Að vera kominn hingað og sjá völlinn, mikil upphitun og mikið umtal alls staðar, það gerir mann spenntan fyrir þessum leik," segir Aron.

„Það er mjög mikið undir, hvorugt liðið hefur farið í efstu deild. Það hefur verið mikill metnaður í liðunum síðustu ár og fólkið í bæjarfélögunum og íþróttaáhugamenn hafa tekið eftir því. Það er búið að byggjast upp og að setja þetta allt í 90 mínútna leik er geggjað."

Aron segir alls ekki ólíklegt að leikurinn endi í 120 mínútum og jafnvel vítakeppni enda sé Vestri með lið sem sé erfitt viðureignar.

Afturelding var lengst af sumars í toppsæti Lengjudeildarinnar en féll svo niður í annað sætið og endaði í úrslitakeppninni. Margir bjuggust við Mosfellingum bognum og brotnum í undanúrslitunum gegn Leikni en annað var uppi á teningnum.

„Þetta var meira hausinn og andlegi þátturinn, það var ekkert að detta með okkur. Svo koma Leiknisleikirnir og þá var að duga eða drepast. Það var allt undir. Enginn hafði trú á okkur lengur og við höfðum allt í einu allt að sanna. Við erum í raun bara að bíða eftir því á laugardaginn að gera það sama."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner