Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
   fim 28. september 2023 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
watermark Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH heimsóttu nýkrýnda Íslandsmeistara Víkins á heimavelli hamingjunnar í kvöld þegar 3.umferð efri hluta Bestu deildarinnar fór fram.

FH komust yfir í fyrri hálfleik en misstu svo leikinn undir loks síðari hálfleiks einum manni færri.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 FH

„Vonbrigði að tapa leiknum. Við þurftum ekki að tapa honum." Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir leikinn í kvöld.

„Ég gef mönnum að þeir skildu allt eftir á vellinum og komust sanngjarnt yfir og spiluðu vel á löngum köflum í fyrri hálfleik og svo í seinni hálfleik þá missum við mann af velli og við erum á erfiðasta útivelli landsins og þeir eru góðir að fylla teiginn í fyrirgjöfum og við gleymdum okkur tvisvar og fengum á okkur tvö mörk og töpuðum leiknum." 

FH misstu Ástbjörn útaf með rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks þegar hann fékk tvö gul og þar með rautt á þriggja mínútna kafla og stuttu síðar fékk Kjartan Henry gult spjald fyrir að sparka boltanum burt eftir að hafa verið flaggaður rangstæður en Heimir hafði þó ekki áhyggjur af því að hausinn væri að fara.

„Kjartan Henry er klókur og ég hef engar áhyggjur af honum. En ef þú tekur sumarið í sumar með Kjartan Henry þá er þetta náttúrulega bara orðin einhver vitleysa; ég meina það er gengið í skrokk á honum leik eftir leik og hann fær einstaka sinnum aukaspyrnu. Svo má hann ekki pípa á menn þá er dæmd aukaspyrna á hann. Þetta er búið að ganga svona núna í allt sumar og bara alveg ótrúlegt að fjölmiðlar skuli ekki hafa fjallað um þetta og ótrúlegt að það skuli ekki hafa verið tekið á þessu." 

Nánar er rætt við Heimir Guðjónsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 27 21 3 3 76 - 30 +46 66
2.    Valur 27 17 4 6 66 - 35 +31 55
3.    Stjarnan 27 14 4 9 55 - 29 +26 46
4.    Breiðablik 27 12 5 10 52 - 49 +3 41
5.    FH 27 12 4 11 49 - 54 -5 40
6.    KR 27 10 7 10 38 - 48 -10 37
Athugasemdir
banner