Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 28. september 2023 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH heimsóttu nýkrýnda Íslandsmeistara Víkins á heimavelli hamingjunnar í kvöld þegar 3.umferð efri hluta Bestu deildarinnar fór fram.

FH komust yfir í fyrri hálfleik en misstu svo leikinn undir loks síðari hálfleiks einum manni færri.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 FH

„Vonbrigði að tapa leiknum. Við þurftum ekki að tapa honum." Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir leikinn í kvöld.

„Ég gef mönnum að þeir skildu allt eftir á vellinum og komust sanngjarnt yfir og spiluðu vel á löngum köflum í fyrri hálfleik og svo í seinni hálfleik þá missum við mann af velli og við erum á erfiðasta útivelli landsins og þeir eru góðir að fylla teiginn í fyrirgjöfum og við gleymdum okkur tvisvar og fengum á okkur tvö mörk og töpuðum leiknum." 

FH misstu Ástbjörn útaf með rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks þegar hann fékk tvö gul og þar með rautt á þriggja mínútna kafla og stuttu síðar fékk Kjartan Henry gult spjald fyrir að sparka boltanum burt eftir að hafa verið flaggaður rangstæður en Heimir hafði þó ekki áhyggjur af því að hausinn væri að fara.

„Kjartan Henry er klókur og ég hef engar áhyggjur af honum. En ef þú tekur sumarið í sumar með Kjartan Henry þá er þetta náttúrulega bara orðin einhver vitleysa; ég meina það er gengið í skrokk á honum leik eftir leik og hann fær einstaka sinnum aukaspyrnu. Svo má hann ekki pípa á menn þá er dæmd aukaspyrna á hann. Þetta er búið að ganga svona núna í allt sumar og bara alveg ótrúlegt að fjölmiðlar skuli ekki hafa fjallað um þetta og ótrúlegt að það skuli ekki hafa verið tekið á þessu." 

Nánar er rætt við Heimir Guðjónsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner