Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
   fim 28. september 2023 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH heimsóttu nýkrýnda Íslandsmeistara Víkins á heimavelli hamingjunnar í kvöld þegar 3.umferð efri hluta Bestu deildarinnar fór fram.

FH komust yfir í fyrri hálfleik en misstu svo leikinn undir loks síðari hálfleiks einum manni færri.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 FH

„Vonbrigði að tapa leiknum. Við þurftum ekki að tapa honum." Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir leikinn í kvöld.

„Ég gef mönnum að þeir skildu allt eftir á vellinum og komust sanngjarnt yfir og spiluðu vel á löngum köflum í fyrri hálfleik og svo í seinni hálfleik þá missum við mann af velli og við erum á erfiðasta útivelli landsins og þeir eru góðir að fylla teiginn í fyrirgjöfum og við gleymdum okkur tvisvar og fengum á okkur tvö mörk og töpuðum leiknum." 

FH misstu Ástbjörn útaf með rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks þegar hann fékk tvö gul og þar með rautt á þriggja mínútna kafla og stuttu síðar fékk Kjartan Henry gult spjald fyrir að sparka boltanum burt eftir að hafa verið flaggaður rangstæður en Heimir hafði þó ekki áhyggjur af því að hausinn væri að fara.

„Kjartan Henry er klókur og ég hef engar áhyggjur af honum. En ef þú tekur sumarið í sumar með Kjartan Henry þá er þetta náttúrulega bara orðin einhver vitleysa; ég meina það er gengið í skrokk á honum leik eftir leik og hann fær einstaka sinnum aukaspyrnu. Svo má hann ekki pípa á menn þá er dæmd aukaspyrna á hann. Þetta er búið að ganga svona núna í allt sumar og bara alveg ótrúlegt að fjölmiðlar skuli ekki hafa fjallað um þetta og ótrúlegt að það skuli ekki hafa verið tekið á þessu." 

Nánar er rætt við Heimir Guðjónsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner