Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   fim 28. september 2023 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH heimsóttu nýkrýnda Íslandsmeistara Víkins á heimavelli hamingjunnar í kvöld þegar 3.umferð efri hluta Bestu deildarinnar fór fram.

FH komust yfir í fyrri hálfleik en misstu svo leikinn undir loks síðari hálfleiks einum manni færri.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 FH

„Vonbrigði að tapa leiknum. Við þurftum ekki að tapa honum." Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir leikinn í kvöld.

„Ég gef mönnum að þeir skildu allt eftir á vellinum og komust sanngjarnt yfir og spiluðu vel á löngum köflum í fyrri hálfleik og svo í seinni hálfleik þá missum við mann af velli og við erum á erfiðasta útivelli landsins og þeir eru góðir að fylla teiginn í fyrirgjöfum og við gleymdum okkur tvisvar og fengum á okkur tvö mörk og töpuðum leiknum." 

FH misstu Ástbjörn útaf með rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks þegar hann fékk tvö gul og þar með rautt á þriggja mínútna kafla og stuttu síðar fékk Kjartan Henry gult spjald fyrir að sparka boltanum burt eftir að hafa verið flaggaður rangstæður en Heimir hafði þó ekki áhyggjur af því að hausinn væri að fara.

„Kjartan Henry er klókur og ég hef engar áhyggjur af honum. En ef þú tekur sumarið í sumar með Kjartan Henry þá er þetta náttúrulega bara orðin einhver vitleysa; ég meina það er gengið í skrokk á honum leik eftir leik og hann fær einstaka sinnum aukaspyrnu. Svo má hann ekki pípa á menn þá er dæmd aukaspyrna á hann. Þetta er búið að ganga svona núna í allt sumar og bara alveg ótrúlegt að fjölmiðlar skuli ekki hafa fjallað um þetta og ótrúlegt að það skuli ekki hafa verið tekið á þessu." 

Nánar er rætt við Heimir Guðjónsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner