Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   fim 28. september 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Valsmenn geta tryggt annað sætið
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er Íslandsmeistari þetta árið en það er margt annað sem á eftir að ráðast í Bestu deild karla. Valsmenn geta gulltryggt annað sætið á meðan Keflavík þarf sigur til að eiga einhvern möguleika á að halda sér uppi.

Valur og Breiðablik mætast í efri hlutanum. Valsmenn þurfa aðeins eitt stig úr leiknum til að tryggja annað sætið, en liðið er með átta stiga forystu á Blika sem eru í þriðja sætinu.

Íslandsmeistarar Víkings fá FH í heimsókn í Víkina. FH-ingar eru í baráttu um Evrópusæti og tap í kvöld væri högg í þeirri baráttu, en FH-ingar eru í 5. sæti með 37 stig, jafn mörg og Stjarnan sem er í 4. sætinu og með betri markatölu.

Stjarnan mætir einmitt KR á sama tíma á Samsung-vellinum. KR-ingar þurfa sigur til að vera með í Evrópubaráttunni.

Í neðri hlutanum er Keflavík að fara í hreinan úrslitaleik um það hvort liðið ætli að bjarga sér frá falli eða ekki. Liðið er á botninum með 15 stig, en það mætir Fram, sem er í 10. sætinu og með 21 stig.

Ef Keflavík tapar þá er von þeirra svo gott sem úti.

Leikir dagsins:

Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)
19:15 Víkingur R.-FH (Víkingsvöllur)
19:15 Valur-Breiðablik (Origo völlurinn)

Besta-deild karla - Neðri hluti
16:15 KA-ÍBV (Greifavöllurinn)
19:15 HK-Fylkir (Kórinn)
19:15 Fram-Keflavík (Framvöllur)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner