Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 28. september 2023 22:10
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ætti Emil að vera valinn í landsliðið?
Ætti Emil að vera valinn í landsliðið?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stjarnan vann 2-0 gegn KR í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik í evrópubaráttunni. Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var mjög ánægður með sitt lið en hann hafði þetta að segja í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 KR

„Galið að spila fyrir framan allt þetta fólk, bara geggjað. Stemningin ótrúleg, mikil orka sem smitast úr stúkunni inn á völlinn og það er það sem stendur upp úr og auðvitað geta veitt fólkinu okkar síðan mjög sterk úrslit."

Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir yfir strax eftir 5 mínútur. Það var frábær stemning í stúkunni og Jökull segir að það hafi klárlega hjálpað til.

„Stuðningurinn hjálpar mjög mikið og það hjálpar auðvitað bara að sjá stúkuna fulla af okkar fólki sem var að syngja allan leikinn. En við byrjum alltaf af krafti, en við svo sem vissum alveg hvernig við ætluðum að ´díla´ við KR-ingana. Við vissum hvernig við ætluðum að spila, ef þeir myndu koma og pressa sem þeir gera af mjög miklum krafti, kannski örlítið meira en ég átti von á. Við vissum líka hvernig við áttum að ´díla´  við þá ef þeir myndu falla og mér fannst við gera það vel. Þetta er sterkt lið, þetta KR lið er gott og þeir eru búnir að vera spila rosalega vel. Þannig að þessi leikur er mjög, mjög sterkur hjá okkur."

Seinni hálfleikurinn var tíðindaminni og það bættist ekkert við mörkin. Jökull var hinsvegar ekki á því að Stjörnumenn hefðu bara ætlað að liggja til baka og sigla þessu heim.

„Nei, planið er bara að halda áfram að þróa okkur og eitt af því sem við höfum verið að þróa í sumar er vararleikurinn okkar og þetta var bara tækifæri til þess að prófa okkur áfram í því að vera bara þéttir. En það er ekki þannig að við vildum eitthvað leggjast. Við svo sem vorum kannski ekki að fórna miklu en ég var mjög ánægður með varnaleikinn, mér fannst hann geggjaður og við fengum lítið sem ekkert á okkur. Einu sinni þegar Helgi rennur þarna við teiginn annars man ég ekki eftir mörgum færum, sem er mjög sterkt geng þessu liði."

Stjarnan býr sér til fínt forskot núna þar sem þeir eru 3 stigum á undan FH þegar 2 leikir eru eftir og eiga því miklar líkur á því að ná evrópusætinu.

„Þetta er náttúrulega bara góð staða, þetta er betri staða heldur en að vera jafnir einhverjum. Ég held samt áfram að vera ógeðslega leiðinlegur, við erum svo lítið að horfa í þetta. Þú veist það er leikur á móti Víkingi og við getum tekið margt gott úr þessum leik og það eru hlutir sem við viljum gera betur. Við viljum hafa boltan meira, við þurfum að vinna í því fyrir næsta leik. Það er ekkert annað sem við getum gert. Svo bara sjáum við til hvernig þetta fer, en þetta var sterkt í dag."

Emil Atlason skoraði bæði mörk Stjörnunnar í dag og er því kominn með 17 mörk aðeins tveimur mörkum frá markametinu. Hann missti af byrjun tímabilsins vegna meiðsla og því yrði það mikið afrek ef honum skildi takast að bæta það.

„Mér er svo sem slétt sama um þetta markamet, en auðvitað væri það frábært fyrir hann og gott að skrifa nafnið sitt einhversstaðar. Ég hef oft sagt að Emil er mikill liðsmaður en mér finnst svona það sem hann hefur sýnt í sumar og auðvitað ofan á síðasta sumar. Er að þeir hljóta að vera farnir að horfa í hann þegar menn velja í landsliðið. Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið, hann hefur hraða, hann hefur styrk, hann er góður í loftinu, hann er góður að skila boltanum, hann spila fyrir liðið, hann hleypur fyrir liðið. Þannig að það vantar alltaf menn sem geta skorað mörk og ég trúi ekki öðru enn að menn séu að fylgjast vel með honum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir