Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 28. september 2023 22:10
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ætti Emil að vera valinn í landsliðið?
Ætti Emil að vera valinn í landsliðið?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stjarnan vann 2-0 gegn KR í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik í evrópubaráttunni. Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar var mjög ánægður með sitt lið en hann hafði þetta að segja í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 KR

„Galið að spila fyrir framan allt þetta fólk, bara geggjað. Stemningin ótrúleg, mikil orka sem smitast úr stúkunni inn á völlinn og það er það sem stendur upp úr og auðvitað geta veitt fólkinu okkar síðan mjög sterk úrslit."

Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir yfir strax eftir 5 mínútur. Það var frábær stemning í stúkunni og Jökull segir að það hafi klárlega hjálpað til.

„Stuðningurinn hjálpar mjög mikið og það hjálpar auðvitað bara að sjá stúkuna fulla af okkar fólki sem var að syngja allan leikinn. En við byrjum alltaf af krafti, en við svo sem vissum alveg hvernig við ætluðum að ´díla´ við KR-ingana. Við vissum hvernig við ætluðum að spila, ef þeir myndu koma og pressa sem þeir gera af mjög miklum krafti, kannski örlítið meira en ég átti von á. Við vissum líka hvernig við áttum að ´díla´  við þá ef þeir myndu falla og mér fannst við gera það vel. Þetta er sterkt lið, þetta KR lið er gott og þeir eru búnir að vera spila rosalega vel. Þannig að þessi leikur er mjög, mjög sterkur hjá okkur."

Seinni hálfleikurinn var tíðindaminni og það bættist ekkert við mörkin. Jökull var hinsvegar ekki á því að Stjörnumenn hefðu bara ætlað að liggja til baka og sigla þessu heim.

„Nei, planið er bara að halda áfram að þróa okkur og eitt af því sem við höfum verið að þróa í sumar er vararleikurinn okkar og þetta var bara tækifæri til þess að prófa okkur áfram í því að vera bara þéttir. En það er ekki þannig að við vildum eitthvað leggjast. Við svo sem vorum kannski ekki að fórna miklu en ég var mjög ánægður með varnaleikinn, mér fannst hann geggjaður og við fengum lítið sem ekkert á okkur. Einu sinni þegar Helgi rennur þarna við teiginn annars man ég ekki eftir mörgum færum, sem er mjög sterkt geng þessu liði."

Stjarnan býr sér til fínt forskot núna þar sem þeir eru 3 stigum á undan FH þegar 2 leikir eru eftir og eiga því miklar líkur á því að ná evrópusætinu.

„Þetta er náttúrulega bara góð staða, þetta er betri staða heldur en að vera jafnir einhverjum. Ég held samt áfram að vera ógeðslega leiðinlegur, við erum svo lítið að horfa í þetta. Þú veist það er leikur á móti Víkingi og við getum tekið margt gott úr þessum leik og það eru hlutir sem við viljum gera betur. Við viljum hafa boltan meira, við þurfum að vinna í því fyrir næsta leik. Það er ekkert annað sem við getum gert. Svo bara sjáum við til hvernig þetta fer, en þetta var sterkt í dag."

Emil Atlason skoraði bæði mörk Stjörnunnar í dag og er því kominn með 17 mörk aðeins tveimur mörkum frá markametinu. Hann missti af byrjun tímabilsins vegna meiðsla og því yrði það mikið afrek ef honum skildi takast að bæta það.

„Mér er svo sem slétt sama um þetta markamet, en auðvitað væri það frábært fyrir hann og gott að skrifa nafnið sitt einhversstaðar. Ég hef oft sagt að Emil er mikill liðsmaður en mér finnst svona það sem hann hefur sýnt í sumar og auðvitað ofan á síðasta sumar. Er að þeir hljóta að vera farnir að horfa í hann þegar menn velja í landsliðið. Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið, hann hefur hraða, hann hefur styrk, hann er góður í loftinu, hann er góður að skila boltanum, hann spila fyrir liðið, hann hleypur fyrir liðið. Þannig að það vantar alltaf menn sem geta skorað mörk og ég trúi ekki öðru enn að menn séu að fylgjast vel með honum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner