Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 22:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford: Við getum ekki beðið um mikið meira
Mynd: Getty Images
„Þetta var liðsframmistaða," sagði Marcus Rashford sem fer heim með boltann eftir sigur Manchester United á RB Leipzig í Meistaradeildinni í kvöld.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Fullkomið kvöld Man Utd - Börsungar unnu Juve

Rashford kom inn á sem varamaður í stöðunni 1-0. Hann skoraði þrennu og leikurinn endaði 5-0.

„Sem lið getum við ekki beðið um mikið meira. Stjórinn vildi að ég myndi hækka tempóið. Það voru pláss til að vinna í og við komum Paul og Bruno á boltann. Við vorum hættulegir og það var eins og við gætum skorað alltaf þegar við fórum fram völlinn," sagði Rashford við BT Sport.

Rashford hrósaði Mason Greenwood, sem skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni í kvöld.

„Hann er frábær leikmaður. Hann verður að halda áfram að vinna og bæta sig. Hann verður ótrúlegur leikmaður fyrir okkur."

Rashford hefði getað fullkomnað þrennuna af vítapunktinum en hann leyfði Anthony Martial að taka spyrnuna í staðinn. „Mér líður vel með að Anthony taki spyrnurnar líka. Ekkert vandamál."

„Þetta snýst um næsta leik og það er mikilvægt fyrir okkur að fá þrjú stig."
Athugasemdir
banner
banner
banner