Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. október 2022 12:20
Elvar Geir Magnússon
Fjársvikamálið gegn Neymar fellt niður
Mynd: EPA
Spænskur saksóknari hefur fellt niður ákærur á hendur brasilíska fótboltamanninum Neymar. Málinu er því lokið.

Neymar, sem spilar í dag fyrir Paris Saint-Germain, var ákærður fyrir fjársvik og spillingu vegna félagaskipta hans til Barcelona frá Santos árið 2013.

Brasilíska fjárfestingafyrirtækið DIS höfðaði málið gegn sóknarmanninum og sóttist eftir því að Neymar yrði dæmdur í fimm ára fangelsi.

Aðrir sakborningar í málinu voru foreldrar Neymar, félögin tvö, fyrrverandi forsetar Barcelona, ​​Josep Maria Bartomeu og Sandro Rosell, og Odilio Rodrigues, fyrrverandi forseti Santos.

Neymar vísaði ásökunum á bug og sagðist ekki muna hvort hann hafi tekið þátt í samningaviðræðum. Samkomulag náðist árið 2011 um kaup Barcelona og var gengið frá skiptunum tveimur árum síðar.

DIS átti 40% prósent hlut í Neymar þegar hann var hjá Santos og taldi sig hafa misst af háum fjárhæðum þar sem Neymar hafi verið seldur undir markaðsvirði og að rétt virði samningsins hafi verið falið fyrir fyrirtækinu.
Athugasemdir
banner