Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, er fyrsti leikmaður félagsins sem tjáir sig um brottrekstur Erik ten Hag.
Ten Hag var um hádegisbilið rekinn úr stjórastarfinu hjá United eftir að hafa stýrt liðinu frá sumrinu 2022.
Ten Hag var um hádegisbilið rekinn úr stjórastarfinu hjá United eftir að hafa stýrt liðinu frá sumrinu 2022.
Fernandes þakkar Ten Hag fyrir tíma hans hjá félaginu með færslu á Instagram.
„Takk fyrir allt! Ég er þakklátur fyrir traustið og allar stundirnar sem við deildum saman. Ég óska þér alls hins besta í framtíðinni," segir Fernandes.
„Við vitum að þessi síðasti kafli var ekki nægilega góður en ég vona að stuðningsfólkið getið munað eftir góðu hlutunum sem stjórinn gerði fyrir félagið," skrifaði fyrirliðinn jafnframt en færslan er hér að neðan.
Athugasemdir