Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
   lau 28. nóvember 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Inter, Juve og Atalanta í beinni
Það fara þrír leikir fram í ítalska boltanum í dag og verða þeir allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 4.

Sassuolo og Inter eigast við í hörkuslag þar sem þrjú stig skilja liðin að í toppbaráttunni. Sassuolo hefur farið gríðarlega vel af stað og er með 18 stig eftir 8 umferðir, Inter er með 15 stig.

Ítalíumeistarar Juventus eru enn taplausir og heimsækja þeir nýliða Benevento í dag. Cristiano Ronaldo verður ekki með Juve en nýliðarnir gætu reynst erfiðir þar sem þeir hafa sýnt skemmtilega takta á tímabilinu.

Að lokum eiga lærisveinar Gian Piero Gasperini í Atalanta heimaleik við varnarsinnað lið Verona. Það verður áhugaverð viðureign þar sem sóknarbolti mætir varnarbolta, en Atalanta mun væntanlega hvíla einhverja lykilmenn vegna Meistaradeildarinnar.

Leikir dagsins:
14:00 Sassuolo - Inter (Stöð 2 Sport 4)
17:00 Benevento - Juventus (Stöð 2 Sport 4)
19:45 Atalanta - Verona (Stöð 2 Sport 4)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Roma 12 9 0 3 15 6 +9 27
2 Milan 12 7 4 1 18 9 +9 25
3 Napoli 12 8 1 3 19 11 +8 25
4 Inter 12 8 0 4 26 13 +13 24
5 Bologna 12 7 3 2 21 8 +13 24
6 Como 12 5 6 1 17 7 +10 21
7 Juventus 12 5 5 2 15 11 +4 20
8 Lazio 12 5 3 4 15 9 +6 18
9 Sassuolo 12 5 2 5 16 14 +2 17
10 Udinese 12 4 3 5 12 20 -8 15
11 Cremonese 12 3 5 4 13 16 -3 14
12 Torino 12 3 5 4 11 21 -10 14
13 Atalanta 12 2 7 3 14 14 0 13
14 Cagliari 12 2 5 5 12 17 -5 11
15 Parma 12 2 5 5 9 15 -6 11
16 Pisa 12 1 7 4 10 16 -6 10
17 Lecce 12 2 4 6 8 16 -8 10
18 Genoa 12 1 5 6 11 19 -8 8
19 Fiorentina 12 0 6 6 10 19 -9 6
20 Verona 12 0 6 6 7 18 -11 6
Athugasemdir
banner