Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. nóvember 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afturelding framlengir við mikilvæga leikmenn
Jade Gentile.
Jade Gentile.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding hefur framlengt við þrjá mikilvæga leikmenn fyrir næstu leiktíð þar sem liðið mun spila í efstu deild.

Jade Gentile hefur skrifað undir samning út næstu leiktíð. Hún kom til Aftureldingar í febrúar 2021 og stóðst vel undir öllum væntingum; Gentile lék alls 21 leik með félaginu og skoraði átta mörk í öllum keppnum en hún lék mest sem kantmaður.

„Jade Gentile féll strax rosalega vel inn í leikmannahópinn og hennar hæfileikar og sprengikraftur gerði varnarmönnum deildarinnar erfitt fyrir. Við hlökkum til að fá Jade aftur til landsins, til að halda áfram að þróa hennar hæfileika á Íslandi í deild þeirra bestu!" segir í tilkynningu frá Aftureldingu.

Taylor Lynne Bennett hefur einnig komist að samkomulagi um að leika með Mosfellingum í efstu deild.

Bennett hefur verið algjör lykilleikmaður hjá félaginu síðastliðin tvö ár. Á síðasta tímabili lék hún átta leiki og skoraði í þeim sjö mörk en meiðsli fyrri part sumars komu í veg fyrir að hún spilaði fleiri leiki.

„Það verður gaman að fá að sjá Taylor máta sig í deild þeirra bestu á næsta ári og óskar félagið henni til hamingju með samninginn og hlakkar til að sjá hana í byrjun næsta árs," segir í tilkynningu frá Aftureldingu.

Þá hefur Kristín Þóra Birgisdóttir skrifað undir samning til 2024. Kristín Þóra er fædd árið 1998 og lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Aftureldingar 2014. Hún hefur einnig spilað fyrir Fylki á sínum ferli.

„Afturelding fagnar því að hafa gert langtíma samning við jafn öflugan uppalin leikmann og Kristín Þóra er. Við getum ekki beðið eftir að sjá hana rífa 100 leikja múrinn fyrir Aftureldingu á komandi tímabili."




Athugasemdir
banner
banner