Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fim 28. nóvember 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Langþráður sigur Liverpool í gær - Öruggir í topp 24
Mynd: EPA
Liverpool vann 2-0 gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi og var þetta í fyrsta sinn síðan 2009 sem liðinu tekst að sigra fótboltaleik gegn Madrídingum.

Liverpool fór í gegnum átta innbyrðisviðureignir við Real Madrid án þess að sigra, allt þar til í gærkvöldi.

Liverpool sigraði síðast 0-1 og 4-0 gegn Real Madrid í Meistaradeildinni 2009, undir stjórn Rafael Benítez. Síðan þá hafði Real Madrid unnið sjö viðureignir og gert eitt jafntefli.

Liverpool hefur byrjað tímabilið frábærlega undir stjórn Arne Slot og er liðið með fullt hús stiga í Meistaradeildinni, eftir fimm umferðir. Liverpool er þar með búið að tryggja sér sæti meðal efstu 24 liða deildarkeppni Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner