Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   fim 28. nóvember 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Meiðslahrjáður James frá í mánuð að minnsta kosti
Reece James er nánast alltaf á meiðslalistanum.
Reece James er nánast alltaf á meiðslalistanum.
Mynd: Getty Images
Reece James hefur aðeins spilað fimmtán leiki síðan í byrjun síðasta tímabils og samkvæmt nýjustu fréttum spilar hann í fyrsta lagi aftur í lok desember.

Þessi 24 ára bakvörður hefur aðeins spilað fjóra leiki á þessu tímabili og er nú meiddur aftan í læri.

James hefur mikla hæfileika og er talinn einn besti hægri bakvörður Evrópu en meiðslin hafa reynst honum stór hindrun. Hann er enskur landsliðsmaður en missti af HM 2022 vegna hnémeiðsla og Gareth Southgate vildi ekki taka áhættuna á því að hafa hann í EM hópnum fyrr á þessu ári.

Chelsea heldur áfram að styðja James sem hefur meiðst oft í læri og í hnjám undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner