Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 28. desember 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea með risatilboð í Enzo - Pickford til Man Utd?
Powerade
Enzo var valinn besti ungi leikmaðurinn á HM.
Enzo var valinn besti ungi leikmaðurinn á HM.
Mynd: EPA
Beth England varð Evrópumeistari með enska landsliðinu síðasta sumar.
Beth England varð Evrópumeistari með enska landsliðinu síðasta sumar.
Mynd: Getty Images
Einhver óvissa með Jordan Pickford.
Einhver óvissa með Jordan Pickford.
Mynd: EPA
Slúðurpakki dagsins er tekinn saman af BBC og er í boði Powerade.



Chelsea hefur boðið 115 milljónir punda í Enzo Fernandez (21) miðjumann Benfcia. Manchester United og Liverpool hafa einnig áhuga. (Record)

Everton hefur ekki staðfest nýjan fimm ára samning sem félagið ætlar sér að gera við Jordan Pickford (28) og nú eru Chelsea, Manchester United og Tottenham að fylgjast með þróun mála. (Mail)

Shakhtar hafnaði 55 milljón punda tilboði Arsenal í vængmanninn Mykhaylo Mudryk (21). Búast má við nýju tilboði frá Arsenal. (Evening Standard)

Tottenham er að slá met því félagið er að ganga frá kaupum á Beth England (28) frá Chelsea. Hún kostar 250 þúsund pund sem er met í ensku Ofurdeildinni. (Mail)

Napoli vonast til að geta gengið frá kaupum á Tanguy Ndombele (25) frá Tottenham. Miðjumaðurinn er um þessar mundir á láni hjá Napoli. (FootMercato)

Real Madrid ætlar sér að reyna fá bakvörðinn Alphonso Davies (22) frá Bayern Munchen. (AS)

Man Utd er að einbeita sér að lánsmöguleikum til að styrkja sóknarlínuna. Félagið eyddi meira síðasta sumar í leikmenn heldur en planið var og þarf að rétta af bókhaldið. (Telegraph)

Newcastle gæti reynt að fá Jorginho (31) í sínar raðir þegar samningur miðjumannsins við Chelsea rennur út næsta sumar. (Mail)

Jonathan David (22) hjá Lille hefur verið orðaður við Chelsea og Man Utd. Hann segir alla leikmenn vilja spila í úrvalsdeildinni á einverjum tímapunkti. (La Voic du Nord)

Virgil van Dijk ræddi við liðsfélaga sinn í hollenska landsliðinu Cody Gakpo (23) til að hjálpa til við að sannfæra hann um að koma til Liverpool frá PSV. (Eindovens Dagblad)

Leeds undirbýr tilboð í Maximilian Wober (24) hjá Red Bull Salzburg. Weber er varnarmaður. (Fabrizio Romano)

Scott Parker er líklegasti aðilinn til að taka við stjórnartaumunum hjá Norwich eftir að Dean Smith var látinn fara í gær. Sean Dyche er einnig á lista hjá Norwich. (Teamtalk)

Atletico Madrid og Sevilla hafa áhuga á því að fá Nicolas Otamendi (34) í sínar raðir frá Benfica. (Football Espana)

Inter ætlar sér að fá Marcus Thuram (25) á frjálsri sölu frá Gladbach. Nokkur úrvalsdeildarfélög horfa einnig til Frakkans sem verður samningslaus í sumar. (90min)
Athugasemdir
banner
banner