Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 28. desember 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einkaþjálfari Reece James brjálaður - „Þarf að bíta í tunguna"
Mynd: EPA
Reece James sneri til baka í lið Chelsea í gær þegar liðið mætti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann 2-0 sigur en eftir rúmlega 50 mínútur þurfti James að fara af velli vegna hnémeiðsla.

Það eru akkúrat þau meiðsli sem héldu James frá vellinum og komu í veg fyrir að hann fór með enska landsliðinu til Katar á HM. Einhverjir hafa sett spurningamerki við það að James hafi verið settur beint í byrjunarlið Chelsea eftir meiðslin.

„Við þurfum að sjá til á næstu 24-48 klukkutímum, til að sjá hversu alvarleg meiðslin eru. Reece er auðvitað vinsvikinn, á þessum tímapunkti vonum við bara að meiðslin séu ekki alvarleg," sagði Graham Potter, stjóri Chelsea, eftir leikinn í gær.

Einkaþjálfari Reece James, James Ralph, setti inn færslu eftir leikinn þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með þróun mála. Hann virðist mjög ósáttur og væri til í að tjá sig enn frekar.

„Ég þarf að bíta í tunguna á mér þrátt fyrir að hafa MIKIÐ að segja," skrifar hann í færslu sinni sem má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner