Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. desember 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hægt að þakka Frenkie de Jong fyrir bestu kaup Man Utd
Magnaður í gær.
Magnaður í gær.
Mynd: EPA
Þeir sem horfðu á Manchester United leggja Nottingham Forest að velli í gær sáu frábæra frammistöðu frá brasilíska miðjumanninum Casemiro. Varnarsinnaði miðjumaðurinn lagði upp lokamark United í leiknum og átti fyrir utan það skínandi leik og var valinn maður leiksins fyrir frammistöðu sína í 3-0 sigrinum.

Það muna margir eftir því hvernig United eltist við Frenkie de Jong síðasta sumar. Frenkie er leikmaður Barcelona og var hann lengi vel í efsta sæti óskalista United síðasta sumar. Ekkert varð úr því að hann kæmi til Englands og þegar leið á sumarið þurfti United að horfa annað. Einhverjar sögur voru um að Barcelona vildi losna við hann en hann harðneitaði að fara.

Þegar skammt var eftir af félagsskiptaglugganum opnaðist fyrir þann möguleika á að Casemiro færi á Old Trafford. United stökk á tækifærið og greiddi um 60 milljónir punda fyrir þennan þrítuga Brassa sem hefur heldur betur staðið undir væntingum.

Casemiro vann öll skallaeinvígin sem hann fór í, átti 28 sendingar á síðasta vallarþriðjungi og vann sjö návígi í gær. Þá átti hann fimm tæklingar, þrjár hreinsanir og bjó til þrjú færi fyrir samherja sína - eitthvað sem hann er að bæta við sinn leik frá árunum hjá Real Madrid.

Stuðningsmenn United eru hæstánægðir með Casemiro og sjá ekki eftir því á þessum tímapunkti að hafa ekki fengið Frenkie de Jong í sínar raðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner