Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 28. desember 2022 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Launin eins og ég hafi verið að koma úr B-liðinu"
Mynd: EPA
Sergi Roberto, varafyrirliði Barcelona, hefur tjáð sig um fjárhagsörðugleika félagsins í viðtali við RAC1. Hann segist hafa tekið á sig góða launalækkun vegna ástandsins.

Hann tók á sig launalækkun svo hann gæti fengið nýjan eins árs samning og félagið haldið sig undir launaþakinu.

„Akkúrat núna eru launin eins og ég hafi verið að koma úr B-liðinu, en ég er stoltur af því, því ég vil vera hér. Ég vildi vera áfram hér og ég nýt þess. Fjárhagshliðin er ekki mikilvæg. Það sem ég vildi gera var að njóta. Eitt ár? Ég vildi ná mér góðum aftur og njóta."

„Ég þurfti ekki að lækka launin af því samningurinn var á enda. Við fyrirliðarnir tókum á okkur skerðingu. Fyrir tveimur árum vorum við þeir einu sem gerðu það. Við tókum það á okkur en vildum ekki segja neitt."


Hinn þrítugi Roberto vonast til að endursemja fyrir næsta tímabil. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir ellefu árum en hefur ekki verið lykilmaður öll tímabilin.
Athugasemdir
banner
banner
banner