Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 28. desember 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ten Hag sagður pirraður á því að Man Utd sé að missa af Gakpo til Liverpool
Mynd: EPA
Samkvæmt heimildarmönnum ESPN hefur Erik ten Hag tjáð stjórnarmönnum hjá Manchester United að hann sé pirraður á því að ekki var hægt að ganga frá kaupum á Cody Gakpo frá PSV.

Gakpo er á leið til Liverpool þar sem hann mun skrifa undir fimm og hálfs árs samning og greiðir Liverpool 37 milljónir punda fyrir leikmanninn. Verðmiðinn getur hækkað upp í 44-45 milljónir punda með árangurstengdum greiðslum.

Man Utd hefur verið á höttunum á eftir Gakpo en Liverpool er sagt hafa verið tilbúð að greiða hærri staðgreiðsluupphæð fyrir Gakpo en Man Utd var tilbúið að gera sem sannfærði PSV um að taka því tilboði.

Ten Hag er með sama umboðsmann og Gakpo og því komu tíðindin honum ekki á óvart. Samkvæmt heimildum ESPN lagði United aldrei fram formlegt tilboð í sóknarmanninn þar sem félagið er að halda að sér höndunum fjárhagslega.

Fjallað hefur verið um að það tengist söluferlinu sem nú er í gangi, Glazer-fjölskyldan vill selja félagið en einnig hefur verið fjallað um að félagið hafi eytt meira en til stóð síðasta sumar og því sé það ekki tilbúið að eyða fúlgum fjár í leikmenn í janúar.

Ten Hag vill fá inn sóknarmann eftir að Cristiano Ronaldo yfirgaf félagið í síðasta mánuði. United hefur verið orðað við Joao Felix, Alvaro Morata og Goncalo Ramos að undanförnu. Memphis Depay, Moussa Dembele, Martin Terrier og Marcus Thuram hafa einnig komið til tals.
Athugasemdir
banner
banner
banner