Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
banner
   mið 29. janúar 2020 11:10
Elvar Geir Magnússon
Rojo lánaður heim til Argentínu
Manchester United hefur samþykkt að lána varnarmanninn Marcos Rojo til Estudiantes í heimalandi hans, Argentínu.

Þessi 29 ára leikmaður verður lánaður til sumar en formaður Estudiantes er Juan Sebastian Veron, fyrrum leikmaður United.

Rojo vonast til að lánssamningurinn geri það að verkum að hann tryggi sér aftur sæti í landsliðinu fyrir Copa America í sumar.

Rojo hefur verið hjá United síðan 2014 en varið miklum tíma á meiðslalistanum.

Rojo hefur aðeins komið við sögu í þremur úrvalsdeildarleikjum á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner