Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 29. mars 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfang kórónaveirunnar minnir Shevchenko á Tsjernobyl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég bý nálægt London. Ég hef verið fastur heima í tæplega tíu daga," segir Andryi Shevchenko, landsliðsþjálfari Úkraínu og fyrrum markaskorari AC Milan. Shevchenko er í sjálfskipaðri sóttkví á Englandi.

„Eina lausnin er að fylgja reglum á þessum erfiðu tímum, vera heima og leyfa læknum að vinna vinnu sýna. Á sama tímum vonum við að ástandið batni."

„Allir læknar og hjúkrunarfræðingar eru að gera frábæra hluti ásamt sjálfboðaliðum. Takk fyrir allt. Þið eruð hetjur okkar tíma."

Shevchenko rifjar næst upp næsta tíma en hann spjallaði við Sky Sports Italia í gær: „Ég upplifði mjög svipaða hluti þegar ég var níu ára og Tsjernobyl-slysið varð. Það voru erfiðir tímar og eina lausnin var að treysta yfirvöldum. Við eigum ekki að gera heimskulega hluti og sérstaklega ekki að yfirgefa heimili okkar."

„Við vitum ekki hvort við erum með veiruna eða ekki. Það gæti verið fullt af fólki sem er með veruna en án einkenna og smitar því annað fólk. Við megum ekki hugsa eingöngu um okkur sjálf heldur líka þá sem við getum smitað,"
segir Shevchenko.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner