Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 09:24
Elvar Geir Magnússon
Rodrygo orðaður við Liverpool - Dortmund vill Greenwood
Powerade
Brasilíumaðurinn Rodrygo er orðaður við Liverpool.
Brasilíumaðurinn Rodrygo er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Dortmund hefur áhuga á Greenwood.
Dortmund hefur áhuga á Greenwood.
Mynd: Getty Images
Fer Joao Felix aftur til Barcelona?
Fer Joao Felix aftur til Barcelona?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Leikmaður Real Madrid er orðaður við Liverpool, Casemiro er eftirsóttur í Arabíu og þýskt stórlið hefur áhuga á Greenwood. Þetta og svo mikið meira í slúðurpakka dagsins.

Brasilíski framherjinn Rodrygo (23) hjá Real Madrid hefur efast um framtíð sína hjá félaginu, sem hefur aukið möguleika á að hann fari til Liverpool. (Mundo Deportivo)

Napoli hefur ekki í hyggju að selja georgíska kantmanninn Khvicha Kvaratskhelia (23) til Paris St-Germain en leikmaðurinn er sagður vilja færa sig til frönsku höfuðborgarinnar. (Corriere dello Sport)

Nokkur félög í atvinnumannadeildinni í Sádi-Arabíu, þar á meðal Al Nassr, Al Ahli og Al Qasidiya, hafa áhuga á að fá 32 brasilíska miðjumanninn Casemiro (32) frá Manchester United í sumar. (Goal)

West Ham hefur náð samkomulagi við Flamengo um 15 milljóna punda kaup á brasilíska varnarmanninum Fabricio Bruno (28). (Guardian)

Enski framherjinn Mason Greenwood (22) hjá Manchester United vill snúa aftur til spænska liðsins Getafe á næstu leiktíð en hann var þar á láni. (Teamtalk)

Borussia Dortmund, sem er í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, hefur áhuga á að fá Greenwood. Síðasti leikur hans með Manchester United kom í janúar 2022. (ESPN)

Aston Villa og Crystal Palace vilja fá enska varnarmanninn Archie Brown (22) frá Gent. (Mirror)

Barcelona gæti reynt að fá portúgalska framherjann Joao Felix (24) aftur frá Atletico Madrid en hann var á láni á Nývangi í fyrra. (Sport)

Newcastle þrýstir á um svar um hugsanlegan samning við Tosin Adarabioyo (26) en enski varnarmaðurinn ætlar að yfirgefa Fulham í sumar þegar samningur hans rennur út. (Talksport)

Liverpool hefur sett 20 milljóna punda verðmiða á hollenska varnarmanninn Sepp van den Berg (22). Brentford, Southampton og Wolfsburg hafa áhuga á honum eftir vel heppnað lánstímabil hjá Mainz. (Athletic)

Liverpool hefur áhuga á að fá brasilíska miðjumanninn (24) frá Atalanta og gæti hann orðið fyrstu kaup Arne Slot. (Tuttosport)

Tottenham ætlar að selja enska hægri bakvörðinn Djed Spence (23) og spænska vængmanninn Bryan Gil (23) í sumar. (Football Insider)

Samkeppni fer vaxandi um Dani Olmo (26), framherja RB Leipzig á Spáni. Barcelona, Manchester United, Manchester City, Liverpool og Bayern München hafa öll áhuga á leikmanninum. (Mundo Deportivo)

Southampton hefur augastað á enska kantmanninum Jack Clarke (23) hjá Sunderland. (Telegraph)

Ítölsku meistararnir í Inter hafa áhuga á enska varnarmanninum Aaron Wan-Bissaka (26) sem Manchester United metur á 12 milljónir evra (10,2 milljónir punda). (Tuttomercatoweb)

Arsenal og stjórinn Mikel Arteta eru langt komin í viðræðum um nýjan langtímasamning. (Football Insider)

Löngun Xavi til að selja pólska framherjann Robert Lewandowski (35) í sumar var lykilástæða þess að Spánverjinn var rekinn frá Barcelona í þessum mánuði. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner