Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 29. júlí 2022 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Tavernier á leið í úrvalsdeildina - Forss keyptur frá Brentford (Staðfest)
Tavernier í leik gegn Tottenham.
Tavernier í leik gegn Tottenham.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Middlesbrough ætlar að gera aðra atlögu að langþráðu úrvalsdeildarsæti á leiktíðinni sem hefst í dag. Það gæti þó reynst erfitt þar sem félagið er líka að selja nokkra leikmenn í sumar og þarf að hafa hraðar hendur á leikmannamarkaðinum.


Middlesbrough missti af umspilssæti á síðustu leiktíð þar sem liðið endaði í sjöunda sæti, fimm stigum frá umspilinu. Nú er verið að styrkja hópinn eftir að Djed Spence var seldur til Tottenham og er Marcus Tavernier á leið til Bournemouth fyrir 12,5 milljónir punda.

Tavernier er 23 ára gamall vinstri kantmaður að upplagi sem getur einnig spilað á miðri miðjunni og hægri kanti. Hann var í lykilhlutverki á síðustu leiktíð og vill Chris Wilder stjóri Boro alls ekki missa hann.

„Við gerðum allt í okkar valdi til að halda Marcus en hann vildi reyna fyrir sér í úrvalsdeildinni. Þetta eru vonbrigði en við verðum að horfa fram á veginn," sagði Wilder.

Tavernier er uppalinn hjá Middlesbrough og hefur skorað 18 mörk í 155 leikjum fyrir félagið.

Boro er búið að kaupa nafna hans og jafnaldra, finnskan sóknarmann að nafni Marcus Forss. Hann kemur úr herbúðum Brentford fyrir 3,5 milljónir punda.

Á síðustu leiktíð skoraði Forss fimm mörk í fjórum leikjum í deildabikarnum og fékk sjö tækifæri í ensku úrvalsdeildinni án þess að skora. Hann var lánaður til Hull í vetur og fékk lítinn spiltíma þar sem hann skoraði aðeins eitt mark í ellefu leikjum.

Wilder er ekki viss um að Forss nægi og vill ólmur krækja í Rodrigo Muniz á lánssamningi frá Fulham. Muniz er 21 árs gamall og gekk í raðir Fulham í fyrrasumar fyrir 6,5 milljónir punda.

Hann skoraði 5 mörk í 25 leikjum í Championship deildinni þar sem hann kom nánast alltaf inn af bekknum. Fulham er aðeins reiðubúið til að lána hann ef annar framherji finnst sem getur fyllt í skarðið sem Muniz skilur eftir í leikmannahópnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner