Guðmundur Andri Tryggvason verður samningslaus í lok tímabilsins og hefur hann verið orðaður við Víking og KR að undanförnu.
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, sagði frá því í viðtali í gær að Valsarar vonuðust til þess að Guðmundur Andri myndi framlengja samning sinn við félagið.
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, sagði frá því í viðtali í gær að Valsarar vonuðust til þess að Guðmundur Andri myndi framlengja samning sinn við félagið.
„Það er frekar rólegt hjá okkur (á markaðnum), það verður ekki neitt nema einhver sé að fara, ef það dettur eitthvað boð til okkar."
„Guðmundur Andri klárar alltaf tímabilið með okkur, við erum að reyna halda honum. Vonandi framlengir hann við okkur. Það kemur bara í ljós, en við erum ekki að fara hleypa honum núna í glugganum. Ég vonast bara til að hann framlengi við Val," sagði Arnar.
Guðmundur Andri hefur ekki náð að standa undir væntingum frá komu sinni til Vals en hann var keyptur á háa upphæð frá Start í Noregi vorið 2021. Búist var við talsvert miklu eftir að hann lék virkilega vel með Víkingi tímabilið 2019.
Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá sóknarmanninum, en hann hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá Val að undanförnu.
Athugasemdir