Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
   sun 30. júní 2024 22:13
Kári Snorrason
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fengu Fram í heimsókn fyrr í kvöld, leikar enduðu 2-1 heimamönnum í vil en frammistaða Víkinga var ekki sannfærandi. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Fram

„Hún var ekki góð (frammistaðan). Líka í fyrri hálfleik þrátt fyrir að skora tvö mörk. Þá var þessi leikur einhvernveginn alltaf í járnum. Þeir voru virkilega flottir og ég ætla ekki að taka neitt af þeim.

Leiðinlegt að segja að frammistaða okkar hafi verið léleg en andstæðingurinn var flottur og leyfði okkkur ekki að komast upp með nokkurn skapaðan hlut.

Mér fannst eins og menn voru að spara sig, það er undanúrslitaleikur framundan og menn mögulega þreyttir eftir erfiðan leik gegn Stjörnunni. Svo er Evrópuleikurinn handan við hornið."


Arnar var spurður um áhuga Víkings á Guðmundi Andra Tryggvasyni leikmanni Vals en samningur hans rennur út í haust.

„Við létum Val vita að við ætlum að tala við hann. Að sjálfsögðu, ég hef alltaf sagt það þarf enginn að fara í fýlu út af því, að þegar góðir bitar koma á markað þá verður Víkingur að taka þátt í því. Við höfum talað við hann, fleiri lið hafa talað við hann og svo tekur hann endanlega ákvörðun."

Arnar telur litlar líkur að hann komi í sumarglugganum.

„Ég held að það sé ekki möguleiki, við myndum helst vilja fá hann á morgun en við erum aðallega að hugsa um næsta ár."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir