Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   sun 30. júní 2024 22:13
Kári Snorrason
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fengu Fram í heimsókn fyrr í kvöld, leikar enduðu 2-1 heimamönnum í vil en frammistaða Víkinga var ekki sannfærandi. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Fram

„Hún var ekki góð (frammistaðan). Líka í fyrri hálfleik þrátt fyrir að skora tvö mörk. Þá var þessi leikur einhvernveginn alltaf í járnum. Þeir voru virkilega flottir og ég ætla ekki að taka neitt af þeim.

Leiðinlegt að segja að frammistaða okkar hafi verið léleg en andstæðingurinn var flottur og leyfði okkkur ekki að komast upp með nokkurn skapaðan hlut.

Mér fannst eins og menn voru að spara sig, það er undanúrslitaleikur framundan og menn mögulega þreyttir eftir erfiðan leik gegn Stjörnunni. Svo er Evrópuleikurinn handan við hornið."


Arnar var spurður um áhuga Víkings á Guðmundi Andra Tryggvasyni leikmanni Vals en samningur hans rennur út í haust.

„Við létum Val vita að við ætlum að tala við hann. Að sjálfsögðu, ég hef alltaf sagt það þarf enginn að fara í fýlu út af því, að þegar góðir bitar koma á markað þá verður Víkingur að taka þátt í því. Við höfum talað við hann, fleiri lið hafa talað við hann og svo tekur hann endanlega ákvörðun."

Arnar telur litlar líkur að hann komi í sumarglugganum.

„Ég held að það sé ekki möguleiki, við myndum helst vilja fá hann á morgun en við erum aðallega að hugsa um næsta ár."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner