Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   sun 30. júní 2024 22:13
Kári Snorrason
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fengu Fram í heimsókn fyrr í kvöld, leikar enduðu 2-1 heimamönnum í vil en frammistaða Víkinga var ekki sannfærandi. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Fram

„Hún var ekki góð (frammistaðan). Líka í fyrri hálfleik þrátt fyrir að skora tvö mörk. Þá var þessi leikur einhvernveginn alltaf í járnum. Þeir voru virkilega flottir og ég ætla ekki að taka neitt af þeim.

Leiðinlegt að segja að frammistaða okkar hafi verið léleg en andstæðingurinn var flottur og leyfði okkkur ekki að komast upp með nokkurn skapaðan hlut.

Mér fannst eins og menn voru að spara sig, það er undanúrslitaleikur framundan og menn mögulega þreyttir eftir erfiðan leik gegn Stjörnunni. Svo er Evrópuleikurinn handan við hornið."


Arnar var spurður um áhuga Víkings á Guðmundi Andra Tryggvasyni leikmanni Vals en samningur hans rennur út í haust.

„Við létum Val vita að við ætlum að tala við hann. Að sjálfsögðu, ég hef alltaf sagt það þarf enginn að fara í fýlu út af því, að þegar góðir bitar koma á markað þá verður Víkingur að taka þátt í því. Við höfum talað við hann, fleiri lið hafa talað við hann og svo tekur hann endanlega ákvörðun."

Arnar telur litlar líkur að hann komi í sumarglugganum.

„Ég held að það sé ekki möguleiki, við myndum helst vilja fá hann á morgun en við erum aðallega að hugsa um næsta ár."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner