Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   sun 30. júní 2024 22:13
Kári Snorrason
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fengu Fram í heimsókn fyrr í kvöld, leikar enduðu 2-1 heimamönnum í vil en frammistaða Víkinga var ekki sannfærandi. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Fram

„Hún var ekki góð (frammistaðan). Líka í fyrri hálfleik þrátt fyrir að skora tvö mörk. Þá var þessi leikur einhvernveginn alltaf í járnum. Þeir voru virkilega flottir og ég ætla ekki að taka neitt af þeim.

Leiðinlegt að segja að frammistaða okkar hafi verið léleg en andstæðingurinn var flottur og leyfði okkkur ekki að komast upp með nokkurn skapaðan hlut.

Mér fannst eins og menn voru að spara sig, það er undanúrslitaleikur framundan og menn mögulega þreyttir eftir erfiðan leik gegn Stjörnunni. Svo er Evrópuleikurinn handan við hornið."


Arnar var spurður um áhuga Víkings á Guðmundi Andra Tryggvasyni leikmanni Vals en samningur hans rennur út í haust.

„Við létum Val vita að við ætlum að tala við hann. Að sjálfsögðu, ég hef alltaf sagt það þarf enginn að fara í fýlu út af því, að þegar góðir bitar koma á markað þá verður Víkingur að taka þátt í því. Við höfum talað við hann, fleiri lið hafa talað við hann og svo tekur hann endanlega ákvörðun."

Arnar telur litlar líkur að hann komi í sumarglugganum.

„Ég held að það sé ekki möguleiki, við myndum helst vilja fá hann á morgun en við erum aðallega að hugsa um næsta ár."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner