Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   þri 29. september 2015 15:20
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Leikmaður ársins 2015: Mér voru settir úrslitakostir
Emil Pálsson (FH/Fjölnir)
Emil Pálsson með viðurkenningu sína.
Emil Pálsson með viðurkenningu sína.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar tímabilið byrjaði þá bjóst ég ekki við því að það myndi fara eins og það fór," segir Emil Pálsson, miðjumaður FH. Emil er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni 2015 að mati Fótbolta.net.

Í upphafi tímabils lék hann frábærlega á lánssamningi hjá Fjölni. Hann var svo kallaður aftur til baka í FH og lék lykilhlutverk hjá Fimleikafélaginu sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.

„Ég reiknaði bara með því að klára tímabilið með Fjölni en að koma aftur í FH og ná að stimpla mig svona inn, svo er bara bónus að vera valinn bestur. Mér leið vel í Grafarvogi og ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég átti þar, það hjálpaði mér mikið."

Emil viðurkennir að hafa óttast að fara í aukahlutverk hjá FH þegar hann var kallaður úr láni.

„Maður hugsaði um það en ég var alveg staðráðinn þegar ég kom aftur í FH að ég ætlaði að stimpla mig inn í liðið. Ég held að mér hafi tekist það ágætlega."

Emil er 22 ára og ekki ólíklegt að erlend félög sýni honum áhuga eftir tímabilið í sumar.

„Eins og staðan er núna er ég ekki búinn að hugsa út í það. Ég ætla bara að njóta þess að vera Íslandsmeistari. Ég er samningsbundinn FH næstu tvö árin. Það þyrfti að koma eitthvað verulega spennandi upp."

Emil hefur æft aukalega og fór í Crossfit síðasta vetur auk þess sem hann fór í einkaþjálfun hjá Böttum.

„Tímabilin mín hjá FH hafa verið upp og niður. Ég hef alltaf viljað meira og þjálfararnir líka. Mér voru settir úrslitakostir fyrir þetta tímabil og þurfti að stíga upp. Þú verður ekki góður ef þú ert alltaf í sama farinu og gerir allt eins, þú þarft fjölbreytileika," segir Emil sem átti í smá vandræðum með að finna stöðugleika í sína spilamennsku en það var ekki vandamálið þetta sumarið.

„Það er það sem ég Heimir (Guðjónsson) höfum reynt að vinna upp hjá mér síðustu ár. Hann hefur sagt við mig að ég þyrfti stöðugleika og ekki vera að rokka svona upp og niður. Ég tel að í sumar hafi mér tekist að finna stöðugleikann vel og ef eitthvað var farið upp á við eftir hvern einasta leik."

Sjá einnig:
Bestur 2014 - Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Bestur 2013 - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur 2012 - Freyr Bjarnason (FH)
Bestur 2011 - Hannes Þór Halldórsson (KR)
Athugasemdir
banner
banner
banner