Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 29. september 2015 15:20
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Leikmaður ársins 2015: Mér voru settir úrslitakostir
Emil Pálsson (FH/Fjölnir)
Emil Pálsson með viðurkenningu sína.
Emil Pálsson með viðurkenningu sína.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar tímabilið byrjaði þá bjóst ég ekki við því að það myndi fara eins og það fór," segir Emil Pálsson, miðjumaður FH. Emil er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni 2015 að mati Fótbolta.net.

Í upphafi tímabils lék hann frábærlega á lánssamningi hjá Fjölni. Hann var svo kallaður aftur til baka í FH og lék lykilhlutverk hjá Fimleikafélaginu sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.

„Ég reiknaði bara með því að klára tímabilið með Fjölni en að koma aftur í FH og ná að stimpla mig svona inn, svo er bara bónus að vera valinn bestur. Mér leið vel í Grafarvogi og ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég átti þar, það hjálpaði mér mikið."

Emil viðurkennir að hafa óttast að fara í aukahlutverk hjá FH þegar hann var kallaður úr láni.

„Maður hugsaði um það en ég var alveg staðráðinn þegar ég kom aftur í FH að ég ætlaði að stimpla mig inn í liðið. Ég held að mér hafi tekist það ágætlega."

Emil er 22 ára og ekki ólíklegt að erlend félög sýni honum áhuga eftir tímabilið í sumar.

„Eins og staðan er núna er ég ekki búinn að hugsa út í það. Ég ætla bara að njóta þess að vera Íslandsmeistari. Ég er samningsbundinn FH næstu tvö árin. Það þyrfti að koma eitthvað verulega spennandi upp."

Emil hefur æft aukalega og fór í Crossfit síðasta vetur auk þess sem hann fór í einkaþjálfun hjá Böttum.

„Tímabilin mín hjá FH hafa verið upp og niður. Ég hef alltaf viljað meira og þjálfararnir líka. Mér voru settir úrslitakostir fyrir þetta tímabil og þurfti að stíga upp. Þú verður ekki góður ef þú ert alltaf í sama farinu og gerir allt eins, þú þarft fjölbreytileika," segir Emil sem átti í smá vandræðum með að finna stöðugleika í sína spilamennsku en það var ekki vandamálið þetta sumarið.

„Það er það sem ég Heimir (Guðjónsson) höfum reynt að vinna upp hjá mér síðustu ár. Hann hefur sagt við mig að ég þyrfti stöðugleika og ekki vera að rokka svona upp og niður. Ég tel að í sumar hafi mér tekist að finna stöðugleikann vel og ef eitthvað var farið upp á við eftir hvern einasta leik."

Sjá einnig:
Bestur 2014 - Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Bestur 2013 - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur 2012 - Freyr Bjarnason (FH)
Bestur 2011 - Hannes Þór Halldórsson (KR)
Athugasemdir
banner
banner