Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   þri 29. september 2015 15:20
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Leikmaður ársins 2015: Mér voru settir úrslitakostir
Emil Pálsson (FH/Fjölnir)
Emil Pálsson með viðurkenningu sína.
Emil Pálsson með viðurkenningu sína.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þegar tímabilið byrjaði þá bjóst ég ekki við því að það myndi fara eins og það fór," segir Emil Pálsson, miðjumaður FH. Emil er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni 2015 að mati Fótbolta.net.

Í upphafi tímabils lék hann frábærlega á lánssamningi hjá Fjölni. Hann var svo kallaður aftur til baka í FH og lék lykilhlutverk hjá Fimleikafélaginu sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.

„Ég reiknaði bara með því að klára tímabilið með Fjölni en að koma aftur í FH og ná að stimpla mig svona inn, svo er bara bónus að vera valinn bestur. Mér leið vel í Grafarvogi og ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég átti þar, það hjálpaði mér mikið."

Emil viðurkennir að hafa óttast að fara í aukahlutverk hjá FH þegar hann var kallaður úr láni.

„Maður hugsaði um það en ég var alveg staðráðinn þegar ég kom aftur í FH að ég ætlaði að stimpla mig inn í liðið. Ég held að mér hafi tekist það ágætlega."

Emil er 22 ára og ekki ólíklegt að erlend félög sýni honum áhuga eftir tímabilið í sumar.

„Eins og staðan er núna er ég ekki búinn að hugsa út í það. Ég ætla bara að njóta þess að vera Íslandsmeistari. Ég er samningsbundinn FH næstu tvö árin. Það þyrfti að koma eitthvað verulega spennandi upp."

Emil hefur æft aukalega og fór í Crossfit síðasta vetur auk þess sem hann fór í einkaþjálfun hjá Böttum.

„Tímabilin mín hjá FH hafa verið upp og niður. Ég hef alltaf viljað meira og þjálfararnir líka. Mér voru settir úrslitakostir fyrir þetta tímabil og þurfti að stíga upp. Þú verður ekki góður ef þú ert alltaf í sama farinu og gerir allt eins, þú þarft fjölbreytileika," segir Emil sem átti í smá vandræðum með að finna stöðugleika í sína spilamennsku en það var ekki vandamálið þetta sumarið.

„Það er það sem ég Heimir (Guðjónsson) höfum reynt að vinna upp hjá mér síðustu ár. Hann hefur sagt við mig að ég þyrfti stöðugleika og ekki vera að rokka svona upp og niður. Ég tel að í sumar hafi mér tekist að finna stöðugleikann vel og ef eitthvað var farið upp á við eftir hvern einasta leik."

Sjá einnig:
Bestur 2014 - Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Bestur 2013 - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur 2012 - Freyr Bjarnason (FH)
Bestur 2011 - Hannes Þór Halldórsson (KR)
Athugasemdir