þri 29. september 2020 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Tottenham og Chelsea: Mendy í markinu
Mendy byrjar hjá Chelsea.
Mendy byrjar hjá Chelsea.
Mynd: Chelsea
Það er Lundúnaslagur í enska deildabikarnum í kvöld þegar Tottenham tekur á móti Chelsea.

Þetta er leikur í 16-liða úrslitum. Tottenham fór sjálfkrafa áfram úr viðureign sinni gegn Leyton Orient í síðustu umferð á meðan Chelsea slátraði Barnsley 6-0 þar sem Kai Havertz gerði þrennu.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45 og eru byrjunarliðin klár.

Jose Mourinho stillir upp í fimm manna vörn og spilar Sergio Reguilon sinn fyrsta leik fyrir Spurs eftir félagaskipti sín frá Sevilla. Aðeins Hugo Lloris og Eric Dier halda sæti sínu frá jafnteflinu gegn Newcastle um síðustu helgi.

Hjá Chelsea byrjar Edouard Mendy í markinu og Ben Chilwell snýr til baka eftir meiðsli. Mendy er að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið og Chilwell að byrja sinn fyrsta leik fyrir Chelsea. Kai Havertz byrjar á bekknum, sem og Tammy Abraham.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Alderweireld, Dier, Tanganga, Aurier, Gedson, Ndombele, Sissoko, Reguilon, Bergwijn, Lamela.
(Varamenn: Hart, Doherty, Sanchez, Davies, Hojbjerg, Lucas, Kane)

Byrjunarlið Chelsea: Mendy, Azpilicueta, Zouma, Tomori, Chilwell, Jorginho, Kovacic, Hudson-Odoi, Mount, Werner, Giroud.
(Varamenn: Kepa, James, Emerson, Kante, Barkley, Havertz, Abraham)
Athugasemdir
banner
banner