Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 29. september 2023 13:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lyngby vinnur að því að kaupa Andra Lucas - Einn sá besti í Danmörku
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen hefur verið að spila frábærlega með Lyngby í Danmörku að undanförnu og hefur hann raðað inn mörkum.

Andri Lucas er á láni hjá félaginu frá Norrköping í Svíþjóð en Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, vonast til að halda honum hjá Íslendingafélaginu.

„Ég hef mikla trú á því að við getum haldið honum," sagði Freyr í samtali við Tipsbladet.

„Við erum með forkaupsrétt og við þurfum að ná persónulegu samkomulagi við Andra. Ég vonast til að hann vilji vera áfram hjá okkur í Lyngby."

Andri Lucas er búinn að skora sex mörk í síðustu sex leikjum liðsins og er að gera sterkt tilkall að koma aftur inn í A-landsliðshópinn fyrir verkefnið í október.

„Ég held að Andri sé á meðal fimm eða sex bestu sóknarmanna dönsku úrvalsdeildarinnar. Ég sagði við hann þegar hann kom að hann yrði seldur í stærri deild á næstu 18 mánuðum. Ég veit hvað það býr mikið í Andra en ég vil frekar að Lyngby fái peninginn fyrir hann frekar en Norrköping," sagði Freyr með bros á vör.
Athugasemdir
banner
banner
banner