Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Ómar Ingi ósáttur: Of margir slökktu á sér
Sandra María: Við eigum að klára svona leiki
Andri Rúnar: Líkaminn ekki verið betri síðustu 2-3 árin
Davíð Smári: Upp úr þessu agaleysi skapaðist einhver vitleysa
„Við erum að fara í Bestu!"
banner
   sun 29. september 2024 21:42
Kári Snorrason
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu hádramatískan sigur á Val fyrr í kvöld. Leikar enduðu 3-2 en sigurmark Víkinga kom á 94. mínútu leiksins. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  3 Víkingur R.

„Ef þú ætlar að verða meistari þá verðuru að vinna svona leiki, með karakter og dugnaði. Í seinni hálfleik tók við leikur sem var mér ekki að skapi. Þetta var þvæla frá upphafi til enda, hann var svo opinn."

Tarik Ibrahimagic skoraði tvö mörk Víkinga.

„Það er eitthvað Eye of the tiger í þessum strák. Þú horfir í augunum á honum og hann vill þetta. Hrikalega vel gert hjá Davíð Smára að taka þennan dreng.
Fyrir hann að koma inn í strúktúr og negla það frá fyrsta degi er ótrúlegt."


„Hrikalegt hrós á Blikana hvað þeir eru búnir að hanga í okkur. Þeir hafa klárað sína leiki mjög vel. Þetta minnir á tímabilið 2021.
Það virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn en það eru erfiðir leikir framundan."


Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner