Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   sun 29. september 2024 21:42
Kári Snorrason
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu hádramatískan sigur á Val fyrr í kvöld. Leikar enduðu 3-2 en sigurmark Víkinga kom á 94. mínútu leiksins. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  3 Víkingur R.

„Ef þú ætlar að verða meistari þá verðuru að vinna svona leiki, með karakter og dugnaði. Í seinni hálfleik tók við leikur sem var mér ekki að skapi. Þetta var þvæla frá upphafi til enda, hann var svo opinn."

Tarik Ibrahimagic skoraði tvö mörk Víkinga.

„Það er eitthvað Eye of the tiger í þessum strák. Þú horfir í augunum á honum og hann vill þetta. Hrikalega vel gert hjá Davíð Smára að taka þennan dreng.
Fyrir hann að koma inn í strúktúr og negla það frá fyrsta degi er ótrúlegt."


„Hrikalegt hrós á Blikana hvað þeir eru búnir að hanga í okkur. Þeir hafa klárað sína leiki mjög vel. Þetta minnir á tímabilið 2021.
Það virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn en það eru erfiðir leikir framundan."


Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner