Víkingar unnu hádramatískan sigur á Val fyrr í kvöld. Leikar enduðu 3-2 en sigurmark Víkinga kom á 94. mínútu leiksins. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 3 Víkingur R.
„Ef þú ætlar að verða meistari þá verðuru að vinna svona leiki, með karakter og dugnaði. Í seinni hálfleik tók við leikur sem var mér ekki að skapi. Þetta var þvæla frá upphafi til enda, hann var svo opinn."
Tarik Ibrahimagic skoraði tvö mörk Víkinga.
„Það er eitthvað Eye of the tiger í þessum strák. Þú horfir í augunum á honum og hann vill þetta. Hrikalega vel gert hjá Davíð Smára að taka þennan dreng.
Fyrir hann að koma inn í strúktúr og negla það frá fyrsta degi er ótrúlegt."
„Hrikalegt hrós á Blikana hvað þeir eru búnir að hanga í okkur. Þeir hafa klárað sína leiki mjög vel. Þetta minnir á tímabilið 2021.
Það virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn en það eru erfiðir leikir framundan."
Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir